Sjóvá hyggst taka upp kaupaukakerfi

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tryggingafélagið Sjóvá hyggst taka upp árangurstengt kaupaukakerfi fyrir starfsmenn sína en tillaga þess efnis verður lögð fyrir aðalfund félagsins 29. apríl næstkomandi. Í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar segir að stefnan miði að því að félagið sé ávallt samkeppnishæft og geti ráðið til sín framúrskarandi starfsfólk. 

Þar segir jafnframt að kerfið skuli vera í samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins um slík kerfi hjá fjármálafyrirtækjum.

Í frétt á vef Viðskiptablaðsins segir að á ársgrundvelli megi kaupauki starfsmanns ekki nema hærri fjárhæð en 25% af árslaunum viðkomandi án kaupauka. Þá skuli enn fremur fresta greiðslu hluta af kaupauka um að lágmarki þrjú ár, þannig að unnt sé að taka tillit til sveiflna í viðskiptalífinu og hagkerfinu sem geta haft áhrif á árangur.

Fyrsti viðskiptadagur með bréf í Sjóva í Kauphöllinni verður á morgun, föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK