Fyrsti viðskiptadagur með hlutabréf í tryggingafélaginu Sjóvá var í dag en verðhækkun bréfanna frá því í hlutafjárútboðinu í seinustu viku var allt að 15%. Velta með bréf félagsins nam rúmum 254 milljónum króna en fjöldi viðskipta var 297, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.
Kaupgengi bréfa þegar markaðir lokuðu í dag var 13,70 en í tilboðshluta A var það 11,9. Í þeim hluta var hægt að kaupa hlutabréf á verðbilinu 100 þúsund krónur til tíu milljónir og nemur verðhækkunin 15,1%.
Í tilboðsbók B keyptu fjárfestar bréf á genginu 13,51 og nam verðhækkunin því aðeins um 1,4%.
Frétt mbl.is: Sjóvá skráð í Kauphöllina
Frétt mbl.is: Stærstu hluthafar Sjóvár