IFS greining spáir því að verðlag hækki um 0,3% í næsta mánuði. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólgan hækka úr 2,2% í 2,3% og verðbólga undanfarna þrjá mánuði á ársgrundvelli hækka úr 0,8% í 5,0%.
Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% og því mun verðbólgan enn haldist töluvert undir því, að mati IFS.
„Það er óhætt að segja að það sé ekki mikið að frétta í þessum mánuði enda hefur krónan verið nokkuð stöðug meðal annars gagnvart evru. Helstu áhrifavaldar á hækkun verðlags nú er flutningaliðurinn og húsnæðisliðurinn,“ segir IFS greining.
Hagstofan birtir verðbólgutölur þriðjudaginn 29. apríl næstkomandi.