Gera ráð fyrir 2,3% verðbólgu í apríl

mbl.is/Styrmir Kári

IFS greining spáir því að verðlag hækki um 0,3% í næsta mánuði. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólgan hækka úr 2,2% í 2,3% og verðbólga undanfarna þrjá mánuði á ársgrundvelli hækka úr 0,8% í 5,0%.

Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% og því mun verðbólgan enn haldist töluvert undir því, að mati IFS.

„Það er óhætt að segja að það sé ekki mikið að frétta í þessum mánuði enda hefur krónan verið nokkuð stöðug meðal annars gagnvart evru. Helstu áhrifavaldar á hækkun verðlags nú er flutningaliðurinn og húsnæðisliðurinn,“ segir IFS greining.

Hagstofan birtir verðbólgutölur þriðjudaginn 29. apríl næstkomandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK