Hundruð starfa í Helguvík

Hér má sjá yfirlitsmynd yfir svæðið, en í bakgrunni fyrir …
Hér má sjá yfirlitsmynd yfir svæðið, en í bakgrunni fyrir miðju má sjá Rockville og lengra vestur sést í Sandgerði.

Þrátt fyr­ir að áform um ál­ver í Helgu­vík hafi verið mest í um­fjöll­un­inni und­an­far­in ár eru nokk­ur önn­ur fyr­ir­tæki sem hafa ákveðið að fara í upp­bygg­ingu þar eða eru að skoða mögu­leika á að byggja upp. Í síðustu viku var meðal ann­ars greint frá því að Thorsil ehf. hefði und­ir­ritað samn­ing um 160 þúsund fer­metra iðnaðarlóð þar sem á að reisa kís­il­málm­verk­smiðju. Þá var 12 millj­arða fjár­fest­inga­samn­ing­ur und­ir­ritaður við United Silicon vegna fyr­ir­hugaðs kís­il­vers fé­lags­ins í Helgu­vík.

Kís­il­ver, vatns­verk­smiðja og kís­il­málm­verk­smiðja næst í röðinni

Fyr­ir á staðnum voru Aal­borg Port­land sement og Síld­ar­vinnsl­an með loðnu­bræðslu. Þá hef­ur vatns­verk­smiðja fengið lóð og skoðar upp­bygg­ingu á svæðinu. Pét­ur Jó­hanns­son, fram­kvæmda­stjóri at­vinnu- og hafna­sviðs Reykja­nes­bæj­ar, seg­ir í sam­tali við mbl.is að upp­bygg­ing United Silicon muni hefjast í sum­ar, en að Thorsil sé enn í um­hverf­is­mati. Verði ekki gerðar at­huga­semd­ir gætu fram­kvæmd­ir þeirra haf­ist eft­ir ára­mót.

Áætluð árs­fram­leiðsla kís­il­vers United Silicon er 21.000 tonn af kísli og 7.500 tonn af kís­il­ryki. Gert er ráð fyr­ir að 60 starfs­menn komi til með að vinna við verk­smiðjuna og starfs­menn við bygg­ingu henn­ar verði allt að 200. Þegar lóðasamn­ing­ur við Thorsil var und­ir­ritaður kom fram að verk­smiðjan muni fram­leiða um 54.000 tonn af kíl­málmi á ári og nota til þess 87 mega­vött af raf­orku á klukku­stund eða um 730 gíga­vatts­stund­ir á ári. Áætlað er að 130 starfs­menn muni starfa hjá verk­smiðjunni og er stefnt að því að hefja fram­leiðslu í lok árs 2016.

Hundruð eða þúsund­ir starfa

Sorp­brennslu­stöðin Kalka og olíu­birgðastöðin, sem Ol­íu­dreif­ing ehf. ann­ast, en er í eigu NATO, hafa einnig verið á svæðinu í nokk­urn tíma. Í skipu­lagi fyr­ir svæðið er gert ráð fyr­ir nokkr­um tug­um at­vinnu­lóða til viðbót­ar, svo ljóst er að með tíð og tíma má gera ráð fyr­ir að á svæðinu starfi hundruð starfs­manna, ef ekki þúsund­ir.

Norður­hluti Ásbrú­ar í skoðun

Þá bend­ir Pét­ur á að einnig sé verið að skoða framtíðar­upp­bygg­ingu á norður­svæði Ásbrú­ar, en þar er meðal ann­ars Rockville. Seg­ir hann að sam­starfs­vett­vang­ur sé kom­inn í gang milli sveit­ar­fé­lag­anna á svæðinu um hvað sé hægt að gera þar, en Pét­ur seg­ir ljóst að það gæti orðið iðnaður sem teng­ist bæði flug­inu og fyr­ir­hugaðri upp­bygg­ingu í Helgu­vík.

Fyrirhugað álver er með stærstu lóðina við Helguvík, en auk …
Fyr­ir­hugað ál­ver er með stærstu lóðina við Helgu­vík, en auk þess eru tug­ir stórra og minni lóða á svæðinu.
Norður Ásbrúarsvæðið er í eigu þróunarfélagsins Kadeco, en samstarfshópur á …
Norður Ásbrú­ar­svæðið er í eigu þró­un­ar­fé­lags­ins Kadeco, en sam­starfs­hóp­ur á veg­um Sand­gerðis­bæj­ar, Reykja­nes­bæj­ar og Garðsins hef­ur verið að störf­um um framtíðar­upp­bygg­ingu á svæðinu.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK