Gagnrýnir hertar eiginfjárkröfur

Höfuðstöðvar MP banka í Ármúla.
Höfuðstöðvar MP banka í Ármúla. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Þor­steinn Páls­son, stjórn­ar­formaður MP banka, gagn­rýn­ir áform um hraða inn­leiðingu á regl­um Evr­ópu­sam­bands­ins um aukn­ar eig­in­fjár­kröf­ur á fjár­mála­fyr­ir­tæki. Fyr­ir­sjá­an­legt sé að þær muni ekki snerta stóru end­ur­reistu bank­ana held­ur aðeins MP banka og spari­sjóðina.

Fjár­málaráðherra lagði ný­verið fram frum­varp á Alþingi til breyt­inga á lög­um um fjár­mála­fyr­ir­tæki en sam­kvæmt því verður 2,5% vernd­ar­auki inn­leidd­ur í eig­in­fjár­kröf­ur 1. janú­ar 2015. Kem­ur hann ofan á lög­bundið 8% lág­marks­hlut­fall eig­in­fjár og þá viðbót­ar­eig­in­fjár­kröfu sem Fjár­mála­eft­ir­litið ger­ir hverju sinni til fjár­mála­fyr­ir­tækja (SREP). Krafa um vernd­ar­auka er einn af fimm eig­in­fjárauk­um sem inn­leiða skal í lög­gjöf­ina til 2019.

Þor­steinn benti á að þess­ar kröf­ur gætu mögu­lega þýtt aukna bind­ingu eig­in­fjár í ís­lenska fjár­mála­kerf­inu upp á ríf­lega 58 millj­arða króna. Ekk­ert mat hef­ur farið fram á efna­hags­leg­um af­leiðing­um þess, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK