Gagnrýnir hertar eiginfjárkröfur

Höfuðstöðvar MP banka í Ármúla.
Höfuðstöðvar MP banka í Ármúla. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Þorsteinn Pálsson, stjórnarformaður MP banka, gagnrýnir áform um hraða innleiðingu á reglum Evrópusambandsins um auknar eiginfjárkröfur á fjármálafyrirtæki. Fyrirsjáanlegt sé að þær muni ekki snerta stóru endurreistu bankana heldur aðeins MP banka og sparisjóðina.

Fjármálaráðherra lagði nýverið fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki en samkvæmt því verður 2,5% verndarauki innleiddur í eiginfjárkröfur 1. janúar 2015. Kemur hann ofan á lögbundið 8% lágmarkshlutfall eiginfjár og þá viðbótareiginfjárkröfu sem Fjármálaeftirlitið gerir hverju sinni til fjármálafyrirtækja (SREP). Krafa um verndarauka er einn af fimm eiginfjáraukum sem innleiða skal í löggjöfina til 2019.

Þorsteinn benti á að þessar kröfur gætu mögulega þýtt aukna bindingu eiginfjár í íslenska fjármálakerfinu upp á ríflega 58 milljarða króna. Ekkert mat hefur farið fram á efnahagslegum afleiðingum þess, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK