Ástandið á Íslandi ýtir Creditinfo út

Reynir Grétarsson, stjórnarformaður Creditinfo, segir ástandið hér heima ýta fyrirtækinu …
Reynir Grétarsson, stjórnarformaður Creditinfo, segir ástandið hér heima ýta fyrirtækinu út. Styrmir Kári

Það er ástandið sem ýtir fyrirtækinu á brott og var ástæða þess að Creditinfo ákvað að flytja starfsemi fyrirtækisins úr landi. Þetta segir Reynir Grétarsson, stjórnarformaður og stærsti eigandi félagsins, í samtali við mbl.is. Hann segir að enn sé ekki ákveðið hvert verði farið, en að flutningurinn muni fara fram á þessu ári og farið verði með höfuðstöðvarnar til annars Evrópuríkis. Það geti þó dregist eitthvað, þar sem höftin flæki málin töluvert.

Í dag vinna um 60 manns hjá fyrirtækinu og segir Reynir að þau muni öll halda vinnunni. Það verði aðeins nokkrir sem muni flytja með færslu höfuðstöðvanna, þar á meðal hann sjálfur og það sé allt fólk sem vilji flytja út. Reynir segir það reyndar áhyggjuefni í sjálfu sér að fólk vilji flytja af landi brott og segja ýmislegt um stöðuna á Íslandi í dag. 

Nýlega kom Creditinfo upp 70 manna starfsstöð í Prag í Tékklandi og segir Reynir að hugmyndin hafi upphaflega verið að flytja þann stað hingað til lands þegar betur færi að viðra í efnahagslífinu og varðandi umhverfi atvinnulífsins. Nú sé aftur á móti fyrirséð að slíkt muni gerast. Þá hefur fyrirtækið verið að ráða til sín einn til tvo starfsmenn á viku, víða um heim. Segir Reynir nokkuð ljóst að frekari fjölgun verði ekki hér á landi í náinni framtíð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK