Eimskip ræður eigendur til ráðgjafar

Eimskip hefur ráðið stærsta eiganda sinn til að sjá um …
Eimskip hefur ráðið stærsta eiganda sinn til að sjá um ráðgjöf varðandi frekari viðskiptatækifæri.

Eim­skip hef­ur ráðið The Yucaipa Comp­anies (TYC) til ráðgjaf­ar við að finna fjár­fest­inga­tæki­færi og efla starf­semi fé­lags­ins með það að mark­miði að vera leiðandi flutn­inga­fé­lag á Norður-Atlants­hafi. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­inn­ar. TYC mun meðal ann­ars veita fé­lag­inu ákveðna fjár­málaráðgjöf við út­færslu mark­miðsins.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að TYC hafi víðtæka reynslu á sviði fjár­fest­inga og hef­ur lokið meira en 60 yf­ir­tök­um sam­tals að verðmæti yfir 35 millj­arðar doll­ara. TYC kom að skipu­lagn­ingu og fram­kvæmd end­ur­skipu­lagn­ing­ar Eim­skips árið 2009. TYC eru stærsti hlut­hafi Eim­skips sem á 27% af úti­stand­andi hluta­fé fé­lags­ins. Þá seg­ir að það séu sam­eig­in­leg­ir hags­mun­ir fé­lags­ins og TYC að auka verðmæti hlut­hafa.

„Yucaipa Comp­anies hafa tekið þátt í rekstri fé­lags­ins síðan árið 2009. Þekk­ing Yucaipa á fé­lag­inu og reynsla af alþjóðleg­um viðskipt­um koma bæði fé­lag­inu og hlut­höf­um þess til góða,“ er haft eft­ir Gylfa Sig­fús­syni, for­stjóra Eim­skips, í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK