Hlutabréf í Marel hríðfalla í verði

mbl.is/Ómar

Hlutabréf í Marel hafa hríðfallið um 8,3% í verði í 200 milljóna króna viðskiptum í dag. Lækkunina má rekja til uppgjörs félagsins á fyrsta fjórðungi ársins sem birt var síðdegis í gær.

Félagið skilaði 296 milljóna króna tapi á tímabilinu og sagði IFS greining í morgunpósti sínum að uppgjörið hefði sannarlega verið vonbrigði.

IFS greining segir það ekki aðeins vera áhyggjuefni að tekjurnar hafi dregist saman um rúm 2% á milli ára og 8% milli fjórðunga, heldur hafi framlegðarhlutfallið einnig lækkað um þrjú prósentustig.

Í samtali við mbl.is sagði Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, að afkoman hafi ekki verið í samræmi við getu félagsins að mati stjórnenda og að á næstu ársfjórðungum yrði haldið áfram með aðgerðir sem hingað til hefðu skilað 3,6 milljóna evra hagræðingu.

Frétt mbl.is: Marel sagði upp 75 á síðustu mánuðum

Frétt mbl.is: Tap Marels 296 milljónir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK