Atvinnuleysi mældist tæp 26% á Spáni á fyrsta ársfjórðungi. Er það lítilsháttar aukning frá fjórða ársfjórðungi í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Spánar.
Alls mælist atvinnuleysið 25,93% en var 25,73% á síðustu þremur mánuðum ársins 2013. Atvinnuleysi mælist um 50% hjá ungu fólki.
Staðan er afar slæm hjá mörgum fjölskyldum en þegar kemur að aðstoð þá þarf fólk að sýna það og sanna að það sé með spænskt ríkisfang. Á sama tíma fjölgar ólöglegum innflytjendum sem margir koma í leit að betri aðstæðum en heima fyrir.