Hámark 3 milljónir fyrir forstjóra Haga

Finnur Árnason, forstjóri Haga. Gangi tillaga Landssambands smábátaeigenda eftir verða …
Finnur Árnason, forstjóri Haga. Gangi tillaga Landssambands smábátaeigenda eftir verða laun hans takmörkuð við 3 milljónir á mánuði. mbl.is

Gangi til­laga Arn­ar Páls­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, eft­ir munu laun for­stjóra Haga ekki vera um­fram 3 millj­ón­ir og ráðninga­samn­ing­ar annarra stjórn­enda tekn­ir til end­ur­skoðunar með svipuð mörk að leiðarljósi. Þetta kem­ur fram í frétt á vef Land­sam­bands­ins.

Í dag verður hald­inn árs­fund­ur Gild­is líf­eyr­is­sjóðs og verður til­lag­an lögð fyr­ir fund­inn. Verði hún samþykkt sem álykt­un frá árs­fund­in­um verður full­trúa Gild­is í stjórn Haga falið að bera til­lög­una fram á næsta stjórn­ar­fundi fyr­ir­tæk­is­ins, en Gildi er stærsti hlut­hafi Haga með 10,32% eign­ar­hlut.

Til­lag­an hljóm­ar í heild svona:

„Stjórn Haga samþykk­ir að ráðninga­samn­ing­ur við for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins verði tek­inn til end­ur­skoðunar þannig að mánaðarleg laun, hlunn­indi og ár­ang­ur­s­tengd­ar þókn­an­ir fari ekki um­fram 3,0 millj­ón­ir.  Jafn­framt verði ráðninga­samn­ing­ar annarra stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins tekn­ir til end­ur­skoðunar þar sem sam­bæri­leg­ar greiðslur verði inn­an hóf­legra marka.“

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni er meðal ann­ars vitnað í sam­skipta- og siðaregl­ur fé­lags­ins, en þar kem­ur fram að sjóður­inn eigi að fjár­festa í sam­fé­lags­lega ábyrg­um fyr­ir­tækj­um sem fylgja lög­um og regl­um sam­fé­lags­ins og viður­kennd­um viðmiðunum um góða stjórn­ar­hætti og viðskiptasiðferði. Þá er þar tekið fram að sjóður­inn fjár­festi ekki í fyr­ir­tækj­um sem of­bjóða siðferðis­vit­und al­menn­ings með ósann­gjarnri fram­komu gagn­vart starfs­fólki s.s. varðandi kjör og stjórn­un­araðferðir eða með óhófi í launa­mál­um stjórn­enda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK