S&P gefur Íslandsbanka BB+

Standard & Poor's hefur gefið Íslandsbanka lánshæfiseinkunnina BB+ með stöðugum horfum. Í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka segir að þetta sé góð niðurstaða þegar horft sé til lánshæfismats íslenska ríkisins, en einkunnin er aðeins einu þrepi frá íslenska ríkinu.

Í lánshæfismati S&P kemur fram að fyrirtækið telji tekjudreifingu Íslandsbanka góða þar sem tveir þriðju hluti tekna séu vaxtatekjur og að aðrar tekjur séu vel dreifðar á milli tekjusviða. Í matinu kemur enn fremur fram að yfirtökur á árunum 2011 til 2012 hafi styrkt bæði stöðu bankans og afstöðu S&P til stefnu og yfirstjórnar hans.

S&P segir Íslandsbanka jafnframt vera vel í stakk búinn fyrir afléttingu gjaldeyrishafta þar sem bankinn sé vel fjármagnaður og með sterka lausafjárstöðu, að því er segir í tilkynningunni. Þá er skuldsetningarhlutfall bankans einstaklega gott í alþjóðlegum samanburði.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segist vera sátt við þessa niðurstöðu, sérstaklega í ljósi þess að lánshæfiseinkunnin sé aðeins einu þrepi frá einkunn íslenska ríkisins.

„Þess er þó ekki að vænta að lánshæfismat íslenskra banka hækki frekar fyrr en að mat á lánshæfi íslenska ríkisins batnar. Það er mikilvægt verkefni sem allir hagsmunaaðilar verða að vinna að í sameiningu,“ er haft eftir henni í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK