Svisslendingar verðmætustu ferðamennirnir

Ferðamenn eyða mismiklu á ferðalögum sínum til Íslands. Einn mælikvarðinn …
Ferðamenn eyða mismiklu á ferðalögum sínum til Íslands. Einn mælikvarðinn er að skoða kortanotkun. Svisslendingar eyða mestu með kortunum meðan Kínverjar, Japanir og Pólverjar nota þau minna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Svisslendingar eru þeir ferðamenn sem eyða mestu með kortum hér á landi á hvern ferðamenn. Þeir eru aftur á móti hlutfallslega fáir og heildarupphæð þeirra því í lægri kantinum. Bandaríkjamenn og Bretar eru þær þjóðir sem eyða mestu hér með kortum í heild, en meðalnotkun hvers ferðamanns frá þeim þjóðum er töluvert lægri en hjá Sviss. Þetta er meðal þess sem sjá má með því að bera saman nýjar tölur frá Rannsóknarsetri verslunarinnar og ferðamannatölum frá Ferðamálastofu.

Notkun Breta aðeins þriðjungur af notkun Svisslendinga

Meðaleyðsla Svisslendinga frá því í janúar á síðasta ári og til og með mars á þessu ári var 220 þúsund á mann. Næstir á eftir Svisslendingum sem eyðslumestu ferðamennirnir koma Rússar með 175 þúsund á hvern ferðamann og Norðmenn með 163 þúsund. Eyðsla Bandaríkjamanna er aftur á móti um 120 þúsund og Breta 73 þúsund. 

Bretar, sem eru fjölmennustu ferðamanna hér á landi með um fjórðung allra gesta, eru því aðeins að eyða um þriðjungi að meðaltali miðað við Svisslendinga. Þetta má þó skýra á ýmsa vegu, en Bretar eru t.d. duglegir að koma í styttri ferðir yfir vetrartímann og í helgarferðir. Gistináttafjöldi þeirra er því ekki endilega sá sami og hjá öðrum þjóðum. Þá þarf að hafa í huga að sumir hópar kunna að hafa komið hingað í fyrirframgreiddar pakkaferðir og því ekki þurft að nota greiðslukort sín í eins miklu mæli og aðrir ferðamenn.

Norðmenn eyða mestu af Norðurlandaþjóðunum

Norðmenn eru eyðslumestir af Norðurlandaþjóðunum, en meðalkortanotkun hvers ferðamanns þaðan er 162 þúsund krónur. Danmörk kemur þar á eftir með 143 þúsund og Svíþjóð með 114 þúsund. Meðalkortanotkun finna á þessu tímabili var aftur á móti 85 þúsund. Þjóðverjar, sem eru þriðju fjölmennustu ferðamennirnir hér á landi notuðu kort að meðaltali fyrir 106 þúsund.

Þegar horft er til þjóða sem nota kort sín lítið hér á landi, þá voru Kína, Japan og Pólland í neðstu sætunum, en meðalkortanotkun þeirra var á bilinu 30 til 40 þúsund á hvern ferðamann.

Kortanotkun erlendra ferðamanna eftir þjóðerni frá janúar 2013 til mars …
Kortanotkun erlendra ferðamanna eftir þjóðerni frá janúar 2013 til mars 2014. Svisslendingar eru duglegastir að strauja kortin sín og eyða þrefalt meiru en Bretar. Kínverjar, Japanir og Pólverjar nota kortin minnst. Mynd/mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK