„Viljum ekki skuldsetja félagið“

Sigmar Vilhjálmsson, stofnandi Konunglega kvikmyndafélagsins.
Sigmar Vilhjálmsson, stofnandi Konunglega kvikmyndafélagsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sig­mar Vil­hjálms­son, sem er á meðal þeirra sem standa að Kon­ung­lega kvik­mynda­fé­lag­inu, er bjart­sýnn á að hluta­fjáraukn­ingu fé­lags­ins ljúki sem fyrst. Mik­il­væg­ast sé að skuld­setja fé­lagið ekki.

„Við vilj­um ekki skuld­setja fé­lagið. Það sem hef­ur riðið öll­um fjöl­miðlum að fullu í sög­unni er ein­mitt skuld­setn­ing. Það er al­veg ljóst mál að farið var í þessa veg­ferð af áhuga og ástríðu. Ef maður er far­inn að slig­ast af skuld­um, þá er ástríðan horf­in úr verk­efn­inu og er því betra heima setið,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is.

„Fé­lagið er sára­lítið skuld­sett og við vilj­um halda því þannig.“

Öllum starfs­mönn­um sagt upp

Fé­lagið, sem rek­ur fjöl­miðlana Bra­vó og Miklag­arð, leit­ar nú að nýju hluta­fé til að styrkja rekst­ur fé­lags­ins en af þeim sök­um hef­ur öllu starfs­fólki verið sagt upp störf­um og voru starfs­fólki kynnt­ar þess­ar aðgerðir á starfs­manna­fundi fyrr í dag.

Fé­lagið seg­ir upp ell­efu fa­stráðnum starfs­mönn­um, þar á meðal fjár­mála­stjóra og fram­kvæmda­stjóra þess. Von­ir standa til þess að með öfl­un nýs hluta­fjár verði hægt að ráða þá alla aft­ur. 

Sig­mar seg­ir að eng­in breyt­ing verði á starf­semi fé­lags­ins. Gert sé ráð fyr­ir að dag­skrá­in verði óbreytt áfram og munu áhorf­end­ur ekki finna fyr­ir þess­um aðgerðum.

Vilja fá nýja hlut­hafa inn

Meiri­hluti hlut­hafa hef­ur, að sögn Sig­mars, hug á því að taka full­an þátt í hluta­fjáraukn­ing­unni og bind­ur jafn­framt von­ir við að nýir fjár­fest­ar komi inn í fé­lagið.

„Við vilj­um fá inn nýja aðila með okk­ur til þess að styrkja fé­lagið enn frek­ar,“ seg­ir Sig­mar.

Er hluta­fjáraukn­ing­in langt á veg kom­in?

„Við erum alla­vega komn­ir það langt að við leyf­um okk­ur að vera bjart­sýn­ir.

Við vilj­um held­ur ekki vera að draga okk­ar fólk hér inn í óviss­una með okk­ur, þannig að við ákváðum að til­kynna þetta strax, vit­andi það að þetta yrði frétta­mat­ur, því fjöl­miðlar elska fjöl­miðla,“ seg­ir Sig­mar.

Hvað vant­ar ykk­ur mikið upp á?

„Ég get alla­vega sagt að það vant­ar minna en þú held­ur en meira en við höfðum,“ seg­ir hann.

Sækja fram

Stofn­kostnaður­inn reynd­ist tölu­vert hærri en gert var ráð fyr­ir. Fé­lagið hafði reiknað með að fara í hluta­fjáraukn­ingu ein­hvern tím­ann á þessu ári, en þó ekki svona snemma.

„Hluta­fjáraukn­ing­unni er ætlað að sækja enn frek­ar fram. Þetta er klár­lega fyrr en við ætluðum. Við viss­um áður en við fór­um í verk­efnið að það kæmi að þeim tíma­punkti að við þyrft­um að fara í hluta­fjáraukn­ingu. Við viður­kenn­um það hins veg­ar al­veg að í þess­ari upp­bygg­ingu voru kostnaðarliðir sem fóru fram úr áætl­un­um,“ seg­ir hann.

Þá hafi miðlarn­ir einnig farið mánuði seinna í loftið en til stóð. „Það er líka kostnaðarsamt. En þess vegna erum við að fara í þessa hluta­fjáraukn­ingu fyrr í ferl­inu en við töld­um að við mynd­um þurfa.“

Sig­mar bend­ir enn frem­ur á að þrátt fyr­ir að miðlarn­ir hafi aðeins verið um tvo mánuði í loft­inu sé verk­efnið tíu mánaða gam­alt. Mik­il­vægt sé að hafa það í huga.

Framtíðar­sýn­in er skýr

Aðspurður seg­ir hann að viðtök­urn­ar frá því að miðlarn­ir fóru fyrst í loftið hafi verið mjög góðar. „Þær um­kvart­an­ir sem við höf­um fengið, til dæm­is Miklag­arðsmeg­in, hafa snúið að því að fólki finnst ekki vera nógu mikið efni á miðlin­um. Það seg­ir okk­ur að fólk er greini­lega að horfa meira á miðil­inn en við þorðum að vona.“

Sig­mar seg­ir að framtíðar­sýn fé­lags­ins sé skýr. Áhuga­verðir tím­ar séu í vænd­um á fjöl­miðlamarkaði og ætli fé­lagið sér að vera virk­ur þátt­tak­andi í þeim breyt­ing­um sem framund­an eru.

„Við erum með ákveðna framtíðar­sýn í okk­ar fé­lagi sem auðvitað mun taka tíma að byggja upp og klára,“ seg­ir hann. Þeir séu alls ekki að tjalda til einn­ar næt­ur.

Frétt mbl.is: Öllum starfs­mönn­um sagt upp

Hlynur Sigurðsson, Edda Hermannsdóttir og Sigmar Vilhjálmsson störfuðu hjá Konunglega …
Hlyn­ur Sig­urðsson, Edda Her­manns­dótt­ir og Sig­mar Vil­hjálms­son störfuðu hjá Kon­ung­lega kvik­mynda­fé­lag­inu.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK