Segir evruna of sterka

Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands.
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands. AFP

Manu­el Valls, for­sæt­is­ráðherra Frakk­lands, seg­ir að gengi evr­unn­ar sé of sterkt. Mikl­ar breyt­ing­ar þurfi að eiga sér stað á pen­inga­stefnu Evr­ópska seðlabank­ans til að koma á hag­vexti og draga úr at­vinnu­leysi í álf­unni.

Á fundi með ung­um evr­ópsk­um sósí­al­ist­um í dag sagði Valls að Franco­is Hollande, for­seti Frakk­lands, myndi grípa til enn frek­ari aðgerða eft­ir kosn­ing­arn­ar til Evr­ópuþings­ins, sem fara fram 22. til 25. maí næst­kom­andi, til að koma hjól­um at­vinnu­lífs­ins af stað í Frakklandi.

At­vinnu­leysi mæl­ist mjög hátt þar í landi, sér í lagi á meðal ung­menna.

Valls vill kalla helstu leiðtoga Evr­ópu­sam­bands­ins á fund til að ræða gengi evr­unn­ar og pen­inga­stefnu Evr­ópska seðlabank­ans. Hann tel­ur það vera nauðsyn­legt að bank­inn grípi sem allra fyrst til aðgerða sem muni veikja gengi evr­unn­ar gagn­vart helstu gjald­miðlum heims­ins.

Gengi evr­unn­ar hef­ur styrkt um fimm pró­sent gagn­vart gengi Banda­ríkja­dals á sein­ustu tólf mánuðum. Úflutn­ings­fyr­ir­tæki í Evr­ópu hafa kvartað sár­an yfir geng­is­styrk­ing­unni og segja að sam­keppn­is­hæfni álf­unn­ar sé nú verri en ella, að því er seg­ir í frétt Reu­ters.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK