Michel Sapin fjármálaráðherra Frakklands hafnar nýrri spá Evrópusambandsins (ESB) sem sýnir að Frökkum muni ekki að takast að standa við loforð sín frá í fyrra um lækkun fjárlagahallans að óbreyttri efnahagsstefnu.
Sapin segir þvert á móti að Frakkar séu „staðráðnir“ í að ná settu markmiði. „Ríkisstjórnin ítrekar þá staðfestu sína að koma ábyrgðar- og samstöðusáttmálanum í kring og lækka útgjöld ríkisins um 50 milljarða evra til að ná hallanum niður í þrjú prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári,“ segir í yfirlýsingu ráðherrans.
Í hagspá sinni sem birt var í gær segist framkvæmdastjórn ESB búast við því að Frakkar yfirskjóti markið á þann veg að hallinn á fjárlögunum verði 3,9% í ár og 3,4% á næsta ári en ekki 3% eins og Sapin lofar.