„Og segið já!“

00:00
00:00

„Það eru góðir sölu­menn hérna í saln­um en eng­ir eins góðir og ég,“ sagði Jor­d­an Bel­fort, úlf­ur­inn á Wallstreet, við gesti söluráðstefnu sinn­ar í Há­skóla­bíói í dag. Hann upp­skar hlát­ur meðal viðstaddra og gerði það ít­rekað meðan á fyr­ir­lestr­in­um stóð.

Það er ekk­ert skrítið. Bel­fort er meist­ari í því að hrífa fólk með sér. Það tókst hon­um á sín­um tíma er hann byggði viðskipta­veldi frá grunni. Það varð hon­um líka að falli. Hann sveik millj­ón­ir dala af viðskipta­vin­um sín­um og var að lok­um dæmd­ur í fang­elsi. En nú seg­ist hann hafa snúið við blaðinu og und­an­far­in ár hef­ur hann ferðast um heim­inn og kennt sölu­tækni sína. Í þetta sinn er hún byggð á heiðarleika og siðaregl­um. Það ít­rekaði Bel­fort margoft á fyr­ir­lestri sín­um í dag. 

„Hrunið á Íslandi er ekki mér að kenna“

Hann fjallaði líka sér­stak­lega um stöðuna efna­hags­mál­um á Íslandi. Hann sagði að sér hefði verið kennt um ým­is­legt í gegn­um tíðina „en hrunið á Íslandi er ekki mér að kenna“. Hvatti hann áheyr­end­ur til að láta ekki „tutt­ugu menn sem rústuðu bönk­un­um“ brjóta sig niður. Til að und­ir­strika þetta lét hann alla standa upp og end­ur­taka það sem hann sagði: „Þetta er ekki mér að kenna,“ og viðstadd­ir end­ur­tóku í ein­um kór. „Ég ætla mér að ná ár­angri,“ sagði Bel­fort og sal­ur­inn berg­málaði setn­ing­una. „Með heiðarleika og siðaregl­ur að leiðarljósi,“ bætti hann svo við. Þá fóru nokkr­ir að hlæja, þekkj­andi fortíð hans.

Hann sagði Íslend­inga fáa en að þeir hugsuðu eins og 30 millj­óna manna þjóð. Þannig hafi þeir hagað sér fyr­ir hrun og ættu að halda áfram. „Þið hafið lært að græðgi er ekki góð en metnaður er það.“

Bel­fort sagði tvennt hægt að gera eft­ir þá stöðu sem kom upp eft­ir hrun. Leyfa sér að líða illa og taka lang­an tíma í að jafna sig, eða hrein­lega að láta sér líða vel strax - byrja aft­ur. Þegar í stað. 

Bel­fort gekk ör­ugg­ur um sviðið í Há­skóla­bíói. Hann hef­ur gert þetta ótal sinn­um - veit hvað hann er að gera. Efsti hnapp­ur­inn á skyrt­unni var hneppt­ur frá. Fljót­lega fór hann úr jakk­an­um og bretti upp erm­arn­ar. Það var tími til kom­inn að hefjast handa. „Ég elska að tala,“ sagði hann. „Sum­ir eru hrædd­ir við að tala op­in­ber­lega, ég er hrædd­ur við að gera það ekki.“

Klapp­stýr­an Bel­fort

Frá fyrstu mín­útu virt­ist hann hafa áhorf­end­ur á sínu bandi. Lét þá standa upp, klappa, fara með setn­ing­ar, líkt og um trú­ar­sam­komu væri að ræða. Og vissu­lega er boðskap­ur Bel­forts ákveðin trú­ar­brögð. Hann snýst um það að hafa trú á eig­in getu, láta ekki rödd­ina í höfðinu draga sig niður. Eða annað fólk. „Svona ger­um við þetta í Banda­ríkj­un­um,“ sagði hann þegar hann hafði látið sal­inn hrópa hátt og snjallt „já!“ margsinn­is. Því „já“ er lyk­il­orðið. „Ég get breytt heim­in­um,“ bað hann áhorf­end­ur að end­ur­taka. Sem þeir gerðu fús­lega. Hátt og snjallt.

Fyr­ir þá sem hafa aldrei komið á sam­komu sem þessa, þar sem verið er að kenna sölu­tækni, að hvetja fólk til að vera ákveðið, óhrætt og ör­uggt, lít­ur þetta nokkuð sér­kenni­lega út. Það skal viður­kenn­ast. En sölu­menn sem rætt var við í hléi voru þó ánægðir, sögðust reynd­ar hafa heyrt margt af þessu áður en engu að síður væri þetta góð áminn­ing og mjög hvetj­andi. Þá er mark­miði Jor­d­ans Bel­forts náð.

Edrú í sautján ár

Bel­fort sagði marg­ar sög­ur á sviðinu, aðallega af sjálf­um sér. Það leidd­ist hon­um aug­ljós­lega ekki.

Hann rifjaði upp fíkni­efna­notk­un sína en sagðist hafa verið edrú í 17 ár. Fyr­ir það upp­skar hann lófa­klapp.

Hann sagðist líka alltaf hafa viljað verða rík­ur. Hann sagði móður sína hafa reynt að sann­færa sig um að verða lækn­ir. Hann hafi svo að lok­um skráð sig í tann­lækna­nám. Á fyrsta degi tók kenn­ari á móti ný­nem­un­um, bauð þá vel­komna og sagði þeim að gull­öld tann­lækn­inga væri liðin. Þeir yrðu ekki rík­ir á því að verða tann­lækn­ar. „Ég hugsaði: Hvað í and­skot­an­um er að ég að gera hér?“ rifjaði Bel­fort upp. Þar með lauk tann­lækna­nám­inu.

Bel­fort sagði tvenns kon­ar teg­und­ir af fólki. „Ástæðufólk“ og „ár­ang­urs­fólk“. Ástæðufólkið fyndi sér stöðugt ástæður til að gera ekk­ert, tala sig niður, láta ekki verða að neinu. Árang­urs­fólkið væri það sem léti hlut­ina ger­ast. Hann sagði ástæðufólkið eins og end­ur, það kvakaði í sí­fellu. Þetta lék hann með tilþrif­um á sviðinu. Árang­urs­fólkið væri hins veg­ar eins og ern­ir. Og hvort vill fólk vera: Önd eða örn?

Og eft­ir þá ræðu var sann­ar­lega til­efni til að láta sal­inn end­ur­taka lyk­il­setn­ing­ar á borð við: „Ég er mann­eskja sem tek­ur ákv­arðanir.“ Þetta hrein­lega hrópuðu sum­ir í saln­um. Aug­ljós­lega inni­lega sam­mála. „Ég ætla að verða viður­styggi­lega rík­ur,“ sagði Bel­fort. Og áhorf­end­ur end­ur­tóku sam­visku­sam­lega. „En ekki gráðugur.“

Sæt en hélt hún væri ljót

Hann tók dæmi­sögu um hversu mik­il­vægt væri að ein­blína á staðreynd­ir - ekki trúa ein­hverju í blindni. Rifjaði hann upp sögu af stúlku sem hafði ávallt verið með mjög stórt nef og fund­ist hún ljót. Svo hafi hún farið í nefaðgerð en samt sem áður fund­ist hún ljót. „En það var ekki rétt, það var bara það sem hún hélt. Skiljiði hvað ég meina?“ Jú, áhorf­end­ur sögðust skilja það. 

Bel­fort sagði mik­il­vægt að hafa sterka sýn. Hafa sýn á það sem maður vill og hvernig maður ætli að ná þangað. Til að und­ir­strika þetta bað hann alla að standa upp, loka aug­un­um, kreista hnef­ana og sjá fyr­ir sér tak­markið. „Og segið já!“ Það stór ekki á svör­um. 

Já. úlf­ur­inn á Wallstreet kann að hrífa fólk með sér. Sölu­fólk að minnsta kosti. 

Jordan Belfort á söluráðstefnu sinni í Háskólabíói í dag.
Jor­d­an Bel­fort á söluráðstefnu sinni í Há­skóla­bíói í dag. mbl.is/​Eggert
Jordan Belfort í Háskólabíói í dag.
Jor­d­an Bel­fort í Há­skóla­bíói í dag. mbl.is/​Eggert
Jordan Belfort er þekktur sem úlfurinn á Wallstreet.
Jor­d­an Bel­fort er þekkt­ur sem úlf­ur­inn á Wallstreet. mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK