Ísland hættir að vera grænt

Þótt Íslendingar telji orkuframleiðslu landsins vera græna er ekki víst …
Þótt Íslendingar telji orkuframleiðslu landsins vera græna er ekki víst að hún komi þannig út í orkubókhaldi landsins. Þannig er aðeins um helmingur af framleiddu rafmagni gert á endurnýjanlegan hátt meðan kjarnorka og jarðefnaeldsneyti telja fyrir um helming. Ómar Óskarsson

Á síðustu árum hafa ís­lensk orku­fyr­ir­tæki í aukn­um mæli selt upp­runa­vott­orð fyr­ir end­ur­nýj­an­lega orku úr landi og það stefn­ir í að viðskipta­leg­ur upp­runi slíkr­ar orku hér á landi fyr­ir síðasta ár verði inn­an við 50%. Á tveim­ur árum hef­ur þetta hlut­fall lækkað úr 88%. Fyr­ir­tæki sem hingað koma í þeim til­gangi að fá hreina end­ur­nýj­an­lega orku gætu því í raun verið að kaupa orku sem skráð er sem jarðefna­eldsneyti eða kjarn­orka.

Græn orku­fram­leiðsla er ekki alltaf græn orku­fram­leiðsla

Ákveðins tví­skinn­ungs gæt­ir þegar horft er á græn orku­mál hér á landi. Með því að selja auðlind, sem er tal­in verðmæt er­lend­is og fá þannig gjald­eyris­tekj­ur og styrkja rekst­ur orku­fyr­ir­tækj­anna, þá hækk­ar hlut­fall óend­ur­nýt­an­legr­ar orku í raf­orku­fram­leiðslu hér á landi. Auðvitað er mest öll ork­an í raun fram­leidd með end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um, en það breyt­ir því ekki að á papp­ír þá hækk­ar hlut­fallið. Á sama tíma aug­lýsa orku­fyr­ir­tæk­in Ísland sem ákjós­an­leg­an stað fyr­ir fyr­ir­tæki að byggja upp vinnslu sem er græn. Þannig var til dæm­is til­kynnt í vik­unni um nýja bygg­ingu gagna­vers Advania, en áhersla var sett á græna orku þar. Þessi sala gæti því til lengri tíma búið til nei­kvæða ímynd af því sem við telj­um vera hreina orku hér á landi.

Síðustu ár hef­ur Lands­virkj­un í aukn­um mæli horft til þess að geta selt raf­orku á hærra verði en gert hef­ur verið til nú­ver­andi stóriðju, meðal ann­ars með að fá fjöl­breytt­ari hóp fyr­ir­tækja hingað til lands. Í því sam­hengi hef­ur meðal ann­ars verið rætt um gagna­ver, kís­il­verk­smiðjur o.fl.  Í ljósi þess sem kem­ur fram í ár­skýrslu Lands­virkj­un­ar um end­ur­nýj­an­lega orku er því áhuga­vert að sjá að fyr­ir­tækið selji græn upp­runa­vott­orð, en í skýrsl­unni er ít­rekað að hér sé í boði hrein orka. „Meg­in­skila­boð Lands­virkj­un­ar til áhuga­samra viðskipta­vina eru að Lands­virkj­un býður orku­samn­inga á markaðsfor­send­um þar sem lögð er áhersla á eft­ir­far­andi þætti: Sam­keppn­is­hæf­asta raf­orku­verð í Evr­ópu, 100% end­ur­nýj­an­leg orka, Áreiðan­leg­ir orku­samn­ing­ar til langs tíma.“

Af­skipta­leysi býr til hvata til að selja vott­orðin úr landi

Sú hugs­un að hér á landi telji menn alla orku vera græna býr til hvata til að selja græn upp­runa­vott­orð úr landi. Þótt að hlut­fall end­ur­nýj­an­legr­ar orku lækki ár frá ári, þá voru all­ir viðmæl­end­ur mbl.is sam­mála því að bæði ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki hugsuðu ekki mikið um það. Staf­ar það af því að all­ir vita að í raun er ork­an græn, hvað sem bók­haldið seg­ir. Þar sem eng­inn hef­ur verið til­bú­inn að setja verðmiða á þenn­an græna stimp­il og fáir gagn­rýna það að græn orka er á miklu und­an­haldi í bók­hald­inu, þá hafa orku­fyr­ir­tæk­in séð sér leik á borði og hafið markaðsstarf um að selja græn orku­skír­teini úr landi.

Fyr­ir­tæki ekki sýnt vott­un­um áhuga

Björg­vin Skúli Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri Markaðs- og viðskiptaþró­un­ar­sviðs Lands­virkj­un­ar, seg­ir í sam­tali við mbl.is að með þessu sé fyr­ir­tækið ein­fald­lega að búa til tekj­ur úr auðlind sem ekki hafi verið tal­in til tekna hér áður. Seg­ir hann að fyr­ir­tækj­um bjóðist að kaupa um­rædd skír­teini af fyr­ir­tæk­inu ef þau vilji og þá geti þau gefið sig út fyr­ir að vera með upp­runa­vottaða end­ur­nýj­an­lega orku. Raun­in hafi aft­ur á móti verið sú að eft­ir­spurn eft­ir slíku hafi verið lít­il sem eng­in, enda telji all­ir not­end­ur hér sig vissa um að þeir fái græna orku og þá séu þeir ekki að flækja málið með þess­um upp­runa­skír­tein­um. Ei­rík­ur Hjálm­ars­son, upp­lýs­inga­full­trúi Orku­veitu Reykja­vík­ur, tek­ur í sama streng og seg­ir að fyr­ir­tæki hafi ekki sýnt þessu máli mik­inn áhuga.

380 millj­ón­ir fyr­ir öll skír­tein­in

Verð á græn­um skír­tein­um sveifl­ast nokkuð, en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is er meðal­verð á bil­inu 8 til 20 evru­sent á mega­vatt­stund. Raf­orku­vinnsla á Íslandi var árið 2012 um 17,5 tera­vatt­stund­ir, en það þýðir að  hægt væri að fá um 380 millj­ón­ir króna á ári ef skír­teini fyr­ir alla þá fram­leiðslu væru seld. Þess ber að geta að skír­tein­in eru seld miðað við fram­leiðslu og al­mennt til eins eða tveggja ára. Ekki er því um var­an­lega sölu að ræða.

Hlut­fallið á leið und­ir 50%

Stærstu raf­orku­fram­leiðend­ur á Íslandi eru Lands­virkj­un og Orku­veita Reykja­vík­ur. Bæði fyr­ir­tæk­in hafa aukið sölu grænna skír­teina milli ára, en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Orku­stofn­un stefn­ir í að sal­an hafi auk­ist um 40% frá 2012 til 2013. Verið er að leggja loka­hönd á að birta gögn um síðasta ár, en Sig­urður H. Magnús­son, sér­fræðing­ur hjá Orku­stofn­un, seg­ir að það gæti stefnt í að hlut­fall end­ur­nýj­an­legri orku verði und­ir 50%. Er það lækk­un upp á um 16 pró­sentu­stig frá fyrra ári þegar hlut­fallið var 66%. Árið 2011 var það 88% og því er ljóst að sala skír­tein­anna er að aukast ár frá ári. Í staðin fyr­ir end­ur­nýj­an­lega orku mun bók­halds­leg orku­fram­leiðsla hér á landi því inni­halda kjarn­orku og jarðeldsneyti, en í fyrra var skráð hlut­fall þeirra 15% og 19%. Ljóst er að það mun aukast í töl­um árs­ins 2013.

Fá í raun ekk­ert fyr­ir að flytja starf­sem­ina til Íslands

„Það er aukn­ing milli ára í sölu upp­runa­ábyrgða og við för­um því alltaf að líkj­ast evr­ópsku skipt­ing­unni meira og meira,“ seg­ir Sig­urður, en hann tek­ur þó fram að bilið sé enn tölu­vert á milli Íslands og Evr­ópu. Þar hafi hlut­fall end­ur­nýj­an­legr­ar raf­orku­fram­leiðslu í fyrra aðeins verið 10,9%. Aðspurður hvort að fyr­ir­tæki geti sótt um vott­un þar sem komi fram að þau nýti aðeins end­ur­nýj­an­lega orku seg­ir Sig­urður að það sé ekki hægt. Aft­ur á móti geti fyr­ir­tæki fjár­fest í vott­orðum eins og seld eru úr landi. Þegar hann er spurður hvort að fyr­ir­tæki græði þá eitt­hvað á að koma til Íslands og reisa starfstöð til að fá 100% græna orku seg­ir Sig­urður svo í raun ekki vera. Ímynd­in bjóði upp á það, en á papp­ír séu fyr­ir­tæk­in oft­ast að fá orku sem sé blanda af kjarn­orku, jarðefna­eldsneyti og end­ur­nýj­an­legri orku.

Hann seg­ir að hér og í Nor­egi sé sé þetta ekki mikið til umræðu þar sem fólk viti að ork­an sé mest­öll gerð með end­ur­nýj­an­legri orku „Það eru eng­ir viðskipta­leg­ir hags­mun­ir hjá fyr­ir­tækj­um að geta gefið það út að þau séu aðeins að nota end­ur­nýj­an­lega orku, því það vita all­ir að ork­an er end­ur­nýj­an­leg,“ seg­ir hann.

Gæti skemmt ímynd lands­ins

Í raun má segja að ís­lensk orku­fyr­ir­tæki sitji á auðlind sem þeim bjóðist nú að nýta eft­ir að vott­orðakerf­inu var komið á fyr­ir nokkr­um árum. Fyr­ir­tæki er­lend­is vilja í aukn­um mæli segja að þau noti bara end­ur­nýj­an­lega orku og með því að kaupa svona skír­teini geta þau það. Á móti kem­ur að hér á landi telja all­ir ork­una græna og því geta fyr­ir­tæki í krafti ímynd­ar lands­ins kynnt sig sem græn, þótt orku­bók­hald segi aðra sögu. Þetta leiðir til þess að til verða verðmæti hér á landi út á fram­leiðsluaðferðina. Um leið segja op­in­ber­ar töl­ur að raf­magns­fram­leiðsla hér á landi sé ekki græn og það gæti til lengri tíma skemmt ímynd lands­ins og hrakið vænt­an­lega viðskipta­vini í burtu sem leita að grænni orku.

Orkufyrirtækin fá inn tugi, jafnvel hundruði milljóna með að selja …
Orku­fyr­ir­tæk­in fá inn tugi, jafn­vel hundruði millj­óna með að selja upp­runa­vott­orð til er­lendra fyr­ir­tækja. Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
Blöndustöð Landsvirkjunar. Ef miðað er við landsmeðaltal er aðeins helmingur …
Blöndu­stöð Lands­virkj­un­ar. Ef miðað er við landsmeðaltal er aðeins helm­ing­ur þeirr­ar raf­orku sem kem­ur frá Blöndu­virkj­un fram­leidd­ur með end­ur­nýj­an­leg­um hætti.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK