Skilmálum skuldabréfanna breytt

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, fagnar þessu.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, fagnar þessu. mbl.is/Ernir

Lands­bank­inn hf. og slita­stjórn LBI hf. hafa kom­ist að sam­komu­lagi um breyt­ing­ar á upp­gjörs­skulda­bréf­um sem samið var um í des­em­ber 2009, en eft­ir­stöðvar þeirra eru nú að jafn­v­irði um 226 millj­arðar króna. Af hálfu slita­stjórn­ar LBI hf. er gerður fyr­ir­vari um að til­tekn­ar und­anþágur fá­ist í sam­ræmi við lög um gjald­eyr­is­mál.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Lands­bank­an­um.

Fram kem­ur, að loka­greiðsla verði innt af hendi í októ­ber 2026 í stað októ­ber 2018. End­ur­greiðslur verði á tveggja ára fresti og dreif­ist nokkuð jafnt. Lands­bank­inn hafi heim­ild til að greiða skuld­ina að hluta eða að fullu upp án kostnaðar, hvenær sem er á tíma­bil­inu.

Þá seg­ir, að vaxta­kjör verði óbreytt til októ­ber árið 2018, þ.e. 2,9% álag ofan á LI­BOR vexti. Eft­ir það fari vaxta­álagið stig­hækk­andi og verði 3,5% vegna gjald­daga 2020 og að lok­um 4,05% vegna loka­gjald­dag­ans árið 2026. Hver gjald­dagi á tíma­bil­inu frá 2020 til 2026 sé að jafn­v­irði um 30 millj­arða ís­lenskra króna.

„Skil­mál­arn­ir eru mjög vel viðráðan­leg­ir fyr­ir Lands­bank­ann og mun þessi breyt­ing auðvelda hon­um alþjóðlega láns­fjár­mögn­un. Þá fel­ur sam­komu­lagið í sér að sér­stök­um höml­um á arðgreiðslur hef­ur verið hrundið úr vegi, til hags­bóta fyr­ir hlut­hafa bank­ans. Sam­komu­lagið er jafn­framt mik­il­væg­ur þátt­ur í að leysa úr þeim stóru viðfangs­efn­um sem tengj­ast skulda­stöðu þjóðarbús­ins og af­námi gjald­eyr­is­hafta. Við telj­um þenn­an áfanga því mjög mik­il­væg­an fyr­ir ís­lenskt efna­hags­líf sem og Lands­bank­ann,“ seg­ir Steinþór Páls­son, banka­stjóri Lands­bank­ans, í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK