Haft neikvæð áhrif á útflutning Breta

mbl.is

Vera Bretlands í Evrópusambandinu hefur ekki haft þau jákvæðu áhrif á utanríkisviðskipti landsins sem haldið hefur verið fram samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu á vegum bresku hugveitunnar Civitas. Frá þessu er greint í breskum fjölmiðlum.

Fram kemur í skýrslunni að enginn fótur sé fyrir því að veran í Evrópusambandinu og aðildin að innri markaði sambandsins hafi veitt Bretum forskot á ríki utan þess þegar komi að utanríkisviðskiptum, hvort sem um er að ræða viðskipti við ríki innan Evrópusambandsins eða utan þess. Fullyrðingar um slíkt forskot séu byggðar á ímyndun.

Þannig segir í skýrslunni að viðskipti Bretlands við ríki Evrópusambandsins séu ekki meiri í dag sem hlutfall af utanríkisviðskiptum landsins við helstu ríki heimsins en þegar Bretar hafi gengið í forvera sambandsins árið 1973. Á sama tíma hafi útflutningur Bretlands til Sviss, Íslands og Noregs, sem öll standi utan Evrópusambandsins, aukist gríðarlega á sama tímabili þrátt fyrir að um tiltölulega fámennar þjóðir sé að ræða.

Þetta segir Michael Burrage, höfundur skýrslunnar, að bendi til þess að meintir kostir þess fyrir Breta að vera í Evrópusambandinu þegar komi að utanríkisviðskiptum eigi hvorki við rök að styðjast varðandi útflutning til ríkja innan sambandsins né utan þess. Einnig er komist að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að fríverslunarsamningar sem til að mynda Sviss hafi gert séu bæði fleiri og betri en þeir sem Evrópusambandið hafi náð.

Þá hafi viðskipti Bretlands við önnur ríki innan Evrópusambandsins aukist um 192% fyrstu 20 árin eftir að landið gekk í forvera sambandsins en einungis 80% eftir að innri markaðnum var komið á laggirnar. Innri markaðurinn hafi þannig ekki aukið utanríkisviðskipti Bretlands heldur hafi umrætt tímabil þvert á móti verið tími hnignunar fyrir breskan útflutning, hvort sem verið hafi til ríkja innan eða utan Evrópusambandsins.

Frétt Daily Telegraph

Fréttatilkynning Civitas

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK