Timothy Geithner, fyrrum fjármálaráðherra Bandaríkjanna lagði það til árið 2010 að Hillary Clinton yrði eftirmaður hans í ráðherrastól. Þetta kemur fram í nýrri sjálfsævisögu Geithners sem kemur út um þessar mundir.
Í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina í Bandaríkjunum segir Geithner frá því hvernig ákvarðanir voru teknar um að bjarga bönkunum í landinu. „Að eyða milljörðum Bandaríkjadala í að bjarga bönkum sem voru of stórir til að falla var ósanngjörn en nauðsynleg aðgerð,“ segir Geithner í viðtalinu. „Það ríkti ringulreið. Þegar slík ringulreið ríkir er samfélagið mjög viðkvæmt fyrir áföllum. Sumt af því sem við þurftum að gera til þess að halda kerfinu gangandi hafði ósanngjarnar afleiðingar.
Hér má sjá brot úr viðtalinu við Geithner