„Við erum að styrkja og efla miðbæinn með aukinni verslun og iðandi mannlífi nýrra íbúa. Svæðið mun tengja vel saman Hörpureitina og gamla miðbæinn.“
Þetta segir Jón Helgi Sen Erlendsson hjá fasteignaþróunarfélaginu Stólpum, í Morgunblaðinu í dag um fyrirhugaða uppbyggingu á svonefndum Hörpureitum 1 og 2 við Austurbakka.
Þar eru nú bílastæði við hlið Tollhússins á milli Geirsgötu og Tryggvagötu. Framkvæmdirnar munu kosta átta til tíu milljarða króna. Landstólpar þróunarfélag, í eigu Stólpa og Landeyjar sem er á vegum Arion banka, vinnur nú að því að reisa blandaða byggð á reitunum tveimur.