Spá óbreyttum stýrivöxtum

Arion banki spáir óbreyttum stýrivöxtum.
Arion banki spáir óbreyttum stýrivöxtum. mbl.is/Árni Sæberg

Grein­ing­ar­deild Ari­on banka spá­ir því að Seðlabank­inn haldi stýri­vöxt­um óbreytt­um á vaxta­ákvörðun­ar­fundi sín­um 21. maí næst­kom­andi. Í grein­ingu bank­ans kem­ur fram að verðbólgu­spá bank­ans fyr­ir yf­ir­stand­andi ár muni lækka, en hún var 2,7% við síðustu út­gáfu Pen­inga­mála, en að áfram verði spáð hækk­andi verðbólgu á næsta ári.

Pen­inga­stefnu­nefnd­in mun byggja ákvörðun sína á verðbólgu­horf­um fram á við og tel­ur grein­ing­ar­deild­in litl­ar lík­ur á að verðbólgu­spá­in lækki það mikið að færa megi rök fyr­ir stýri­vaxta­lækk­un. Einnig hef­ur komið skýrt fram að nefnd­in hef­ur áhyggj­ur af því að verðbólgu­vænt­ing­ar til lengri tíma reyn­ast treg­breyt­an­leg­ar og hafa færst hægt niður á við.

Nokkr­ar breyt­ing­ar hafa orðið á vinnu­markaði þar sem út­lit er fyr­ir launa­hækk­an­ir ein­stakra stétta nokkuð um­fram kjara­samn­inga SA og ASÍ og dreg­ur það úr lík­um á lang­tíma kjara­samn­ing­um með hóf­leg­um launa­hækk­un­um í byrj­un næsta árs, seg­ir í grein­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK