Auknar líkur á frekari aðgerðum

DANIEL ROLAND

Lík­urn­ar á því að Evr­ópski seðlabank­inn muni grípa til frek­ari aðgerða til að stemma stigu við verðhjöðnun í álf­unni hafa auk­ist, að mati Yves Mersch, sem sit­ur í stjórn bank­ans.

Pen­inga­stefnu­nefnd bank­ans mun næst koma sam­an í júní og kem­ur þá í ljós hvort bank­inn muni grípa til ein­hverra örvun­araðgerða til að auka verðbólg­una. Marg­ir evr­ópsk­ir hag­fræðing­ar ótt­ast það að framund­an sé langt tíma­bil verðhjöðnun­ar og sam­drátt­ar.

Á fundi sín­um fyrr í mánuðinum ákvað pen­inga­stefnu­nefnd­in að halda vöxt­um bank­ans óbreytt­um í 0,25%. Mersch seg­ir ekki lík­legt að bank­inn muni lækka vext­ina enn frek­ar, held­ur að hann muni þess í stað kaupa skulda­bréf á markaði í meiri mæli en áður.

Mario Drag­hi, banka­stjóri Evr­ópska seðlabank­ans, hef­ur gefið það í skyn að bank­inn muni auka skulda­bréfa­kaup sín á næstu miss­er­um. Á ráðstefnu í Munchen í dag tók Mersch und­ir þau um­mæli. Lík­urn­ar á því hefðu að minnsta kosti auk­ist, eft­ir því sem fram kem­ur í frétt AFP.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK