Gengi Icelandair Group, sem lífeyrissjóðir eiga mikið í, hefur lækkað um 12% á þremur mánuðum, þar af 4% í gær.
Félagið á í harðri kjaradeilu við um 40% starfsmanna.
Á undanförnum tólf mánuðum hefur gengið samt sem áður hækkað um 30%. Á síðasta ári hækkaði það um 118% og samtals um 121% á árunum 2012 og 2011, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.