Lánshæfiseinkunn Spánar og Grikklands hækkuð

AFP

Mats­fyr­ir­tækið Stand­ard and Poor's hækkaði láns­hæfis­ein­kunn Spán­ar í dag úr BBB- í BBB. Eins hækkaði Fitch láns­hæfis­ein­kunn Grikk­lands í dag.

Í til­kynn­ingu frá S&P kem­ur fram að hag­vöxt­ur mæl­ist nú á Spáni og horf­ur já­kvæðari.

Mik­il kreppa reið yfir Spán árið 2008 og hef­ur at­vinnu­leysi verið gríðarlegt í land­inu síðan þá. Um mitt síðasta ár mæld­ist hag­vöxt­ur á ný á Spáni og fyrstu þrjá mánuði þessa árs var hag­vöxt­ur­inn 0,4% sem er mesti vöxt­ur þar í landi í sex ár.

Fitch hækkaði láns­hæfis­ein­kunn Grikk­lands úr B- í B í dag og spá­ir því að vöxt­ur muni ein­kenna efna­hags­líf lands­ins í ár, í fyrsta skipti frá ár­inu 2008. Spá­ir Fitch því að hag­vöxt­ur­inn í ár verði 0,5% í Grikklandi og 2,5% á næsta ári. 

Stand­ard and Poor gerði aft­ur á móti eng­ar breyt­ing­ar á láns­hæfis­ein­kunn Tyrk­lands í dag en rík­i­s­jóður Tyrk­lands er með BB+ í ein­kunn hjá S&P.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK