Fyrsta flug Icelandair til Genfar í Sviss var farið í morgun og þar með hófst áætlunarflug félagsins til borgarinnar. Flogið verður til og frá borginni tvisvar í viku til 23. september. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.
Haft er eftir Birki Hólm Guðnasyni, framkvædastjóra Icelandair, að félagið hafi hafið flug til Zurich í Sviss fyrir ári sem gengið hafi vel. „Við erum að auka tíðni þangað í sumar og lengja ferðatímabilið og bætum nú Genf inn til þess að anna þeirri eftirspurn sem við teljum að sé á þessum markaði. Stærstur hluti farþeganna er, eins og við bjuggumst við, ferðamenn á leið í Íslandsfer.“
Fulltrúar farþega og áhafnar Icelandair klipptu á borða í morgun til að marka upphaf áætlunarflugsins til Genfar.