Býst við vaxtahækkunum í Bretlandi

Höfuðstöðvar Englandsbanka í Lundúnum.
Höfuðstöðvar Englandsbanka í Lundúnum. AFP

Stýrivextir í Bretlandi gætu verið í kringum þrjú prósent eftir nokkur ár, að mati Charlies Bean, aðstoðarbankastjóra Englandsbanka. Í samtali við breska ríkisútvarpið segir hann að það gæti gerst á árunum 2017 til 2019.

Vextirnir hafa verið í sögulegu lágmarki, í 0,5%, frá því í marsmánuði árið 2009. Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka, hefur jafnframt gefið það í skyn að bankinn muni ekki hækka vextina fyrr en í fyrsta lagi næsta vor.

Bean segir hins vegar að góð efnahagsleg rök séu fyrir því að hækka vextina fyrr.

Hann er meðlimur í peningastefnunefnd bankans, sem ákveður stýrivextina.

Stýrivextir í Bretlandi féllu niður í 0,5% í kjölfar efnhagshrunsins haustið 2008 og hefur þeim verið haldið á þeim slóðum alla tíð síðan. Hafa ráðamenn óttast að stýrivaxtahækkanir geti reynst of þungt högg fyrir bresk fyrirtæki.

En áhyggjur af hækkandi fasteignaverði sums staðar í landinu og sterkar vísbendingar um að hagvöxtur sé loks að taka við sér hafa vakið áleitnar spurningar um hvenær eigi að grípa til vaxtahækkana. Telja ýmsir hagfræðingar það þjóðráð að fara að huga að því á næstu mánuðum.

„Vextirnir voru að meðaltali um 5% á áratugnum fyrir kreppuna,“ segir Bean og bætir því við að hann eigi nú ekki von á því að vextirnir verði aftur svo háir, allavega ekki í bráð. Hins vegar sé full ástæða til að íhuga þann kost alvarlega að hækka vextina um tvö til þrjú prósentustig.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK