Neikvætt viðhorf til alþjóðavæðingar

Viðhorf Íslendinga til alþjóðavæðingar, svo sem erlendrar samkeppni og alþjóðaviðskipta, …
Viðhorf Íslendinga til alþjóðavæðingar, svo sem erlendrar samkeppni og alþjóðaviðskipta, er neikvæðara nú en áður. mbl.is/Golli

Vís­bend­ing­ar eru um að viðhorf Íslend­inga til alþjóðavæðing­ar, svo sem er­lendr­ar sam­keppni og alþjóðaviðskipta, sé nei­kvæðara nú en áður. Björn Brynj­úlf­ur Björns­son, hag­fræðing­ur Viðskiptaráðs Íslands, seg­ir að svo virðist sem að við séum í meira mæli far­in að loka okk­ur af.

„Við þykj­um hafa nei­kvæðara viðhorf en áður gagn­vart til dæm­is er­lendri sam­keppni og fjár­fest­ingu,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is.

„Það sem er ef til vill erfiðast fyr­ir okk­ur er að opna hag­kerfið fyr­ir alþjóðaviðskipt­um. Við búum við háa tolla og vöru­gjöld sem draga úr slík­um viðskipt­um. Við erum með hindr­an­ir á er­lenda fjár­fest­ingu, höft á fjár­magns­flutn­inga og þá er viðhorf okk­ar til þess að opna landið fyr­ir er­lendri sam­keppni nei­kvætt, sér í lagi þegar kem­ur að land­búnaðar­mál­um,“ seg­ir hann.

Í síðustu viku voru niður­stöður út­tekt­ar IMD-há­skól­ans á sam­keppn­is­hæfni sex­tíu ríkja heims kynnt­ar á fundi Viðskiptaráðs og VÍB, eign­a­stýr­ing­arþjón­ustu Íslands­banka, í Hörpu. Sam­keppn­is­hæfni hvers rík­is er met­in út frá sam­settri ein­kunn sem skipt­ist í fjóra meg­inþætti: efna­hags­lega frammistöðu, skil­virkni hins op­in­bera, skil­virkni at­vinnu­lífs og sam­fé­lags­lega innviði.

Ísland upp um fjög­ur sæti

Ísland fær­ist upp um fjög­ur sæti á list­an­um, úr 29. sæti á ár­inu 2013, og sit­ur nú í 25. sæti.

Banda­rík­in tróna á toppi list­ans og á eft­ir koma Sviss, Singa­púr, Hong Kong, Svíþjóð, Þýska­land og Kan­ada. Þess má geta að Dan­mörk er í 9. sæti, Nor­eg­ur í 10. sæti og Finn­land í 18. sæti og stend­ur Ísland því hinum Norður­lönd­un­um tölu­vert að baki, en þokast þó upp á við á list­an­um.

Aðspurður hvað átt sé við með sam­keppn­is­hæfni seg­ir Björn Brynj­úlf­ur að það byggi á þeirri kenn­ingu að ríki heims kepp­ist um að bæta lífs­kjör þegna sinna líkt og fyr­ir­tæki. „Á sama hátt og fyr­ir­tæki keppa sín á milli um viðskipta­vini til að auka hagnað hlut­hafa sinna kepp­ast ríki um mannauð og fjár­magn til að bæta lífs­kjör þegna sinna. Í því felst sam­keppn­in,“ seg­ir hann.

Björn Brynj­úlf­ur seg­ir að Ísland hafi bætt sig mest þegar kem­ur að efna­hags­legri fammistöðu. „Við hækk­um um tíu sæti þar, en erum þó reynd­ar að koma úr mik­illi lægð. Við vor­um í 45. sæti en erum nú í því 35. Þar skipt­ir máli að verðbólg­an hef­ur lækkað tölu­vert á milli ára og at­vinnu­stigið hækkað. Við erum aft­ur kom­in með nokkuð lágt at­vinnu­leysi og mikla at­vinnuþátt­töku,“ út­skýr­ir hann.

Hins veg­ar erum við enn neðarlega, eða í 35. sæti, í þess­um flokki. „Þetta er enn okk­ar stærsti veik­leiki,“ út­skýr­ir Björn.

Áhersla lögð á góða stjórn­ar­hætti

Hvað varðar meg­inþátt­inn skil­virkni hins op­in­bera, þá er Ísland nú í 27. sæti en var í því 35. í fyrra. Hann seg­ir að þar muni mestu um fjár­mál­in en dregið hafi veru­lega úr fjár­laga­hall­an­um á milli ára. „Það er stærsta ein­staka breyt­ing­in, en ann­ars eru litl­ar breyt­ing­ar í þeim flokki.“

Þegar kem­ur að skil­virkni at­vinnu­lífs­ins bæt­um við okk­ur líka og för­um úr 36. sæti í það 31. „Það hef­ur meðal ann­ars orðið vit­und­ar­vakn­ing hvað varðar stjórn­ar­hætti. Nú er meiri áhersla lögð á góða stjórn­ar­hætti í at­vinnu­líf­inu. Það hjálp­ar okk­ur við að bæta sam­keppn­is­hæfn­ina. Einnig er litið til þess ár­ang­urs sem náðst hef­ur á vinnu­markaði, svo sem auk­ins stöðug­leika og lægra at­vinnu­leys­is,“ nefn­ir Björn.

At­hygli vek­ur að þegar kem­ur að fjár­mögn­un­ar­flokkn­um erum við aft­ar­lega á mer­inni, eða í fer­tug­asta sæti. „Svo virðist sem aðgengi fyr­ir­tækja að fjár­magni sé verra hér­lend­is en í öðrum þróuðum ríkj­um. Vaxta­stigið er hátt, vaxtamun­ur­inn í bönk­un­um er mik­ill og erfitt er fyr­ir fyr­ir­tæki að afla sér fjár á markaði vegna gjald­miðils­ins og haft­anna. Gjald­miðlaáhætta og minni sam­keppni í fjár­mála­geir­an­um miðað við grann­rík­in ýtir fjár­mögn­un­ar­kostnaði þeirra upp og dreg­ur úr aðgengi að fjár­magni. Þetta er mik­ill veik­leiki.“

Eitt stærsta verk­efnið að aflétta höft­um

Ísland er í 13. sæti í ár í flokkn­um sam­fé­lags­leg­ir innviðir, en þar er meðal ann­ars litið til grunnstoða, heilsu og um­hverf­is, mennt­un­ar og tækni­legra og vís­inda­legra innviða. Híf­ir landið sig upp um eitt sæti á milli ára.

Björn Brynj­úlf­ur seg­ir að við stönd­um ágæt­lega í þess­um efn­um. „Það er helst að það mætti styðja bet­ur við ný­sköp­un hjá fyr­ir­tækj­um sem og rann­sókn­ir og ný­sköp­un á há­skóla­stig­inu. Það eru helstu sókn­ar­fær­in í þess­um flokki.“

- Hvar liggja helstu sókn­ar­fær­in þannig að við get­um bætt sam­keppn­is­hæfni okk­ar?

„Ég tel að eitt stærsta verk­efnið sé að aflétta höft­un­um. Það myndi bæta aðgengi að fjár­magni, opna hag­kerfið bet­ur fyr­ir er­lendri fjár­fest­ingu og stuðla að því að við gæt­um kom­ist ofar á þenn­an lista. Það er stórt verk­efni.

Hið op­in­bera kem­ur ekki vel út

Ná­tengt því er að greiða fyr­ir fjár­fest­ingu. Við höf­um bent á það í ný­leg­um skýrsl­um að það eru mörg tæki­færi til að bæta hér um­hverfið fyr­ir bæði er­lenda og inn­lenda fjár­fest­ingu og fjölga fjár­fest­ing­ar­tæki­fær­um. Það myndi einnig auðvelda fyr­ir­tækj­un­um að sækja nýtt fjár­magn.

Þá er einnig mik­il­vægt að auka fram­leiðni hins op­in­bera. Við sjá­um að hið op­in­bera er ekki að koma vel út úr þess­ari út­tekt. Fjár­mál hins op­in­bera, reglu­verk at­vinnu­lífs­ins, lang­tíma­stefnu­mörk­un stjórn­valda og vinnu­brögð inn­an stjórn­sýsl­unn­ar eru allt þætt­ir þar sem við stönd­um ná­granna­ríkj­um okk­ar að baki,“ seg­ir hann.

Kynn­ing Viðskiptaráðs á niður­stöðunum

Upp­taka af fundi Viðskiptaráðs og VÍB í heild sinni

Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, kynnti niðurstöður skýrslunnar á …
Björn Brynj­úlf­ur Björns­son, hag­fræðing­ur Viðskiptaráðs Íslands, kynnti niður­stöður skýrsl­unn­ar á fundi VÍB í Hörpu í sein­ustu viku.
Fundurinn var vel sóttur.
Fund­ur­inn var vel sótt­ur.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hélt einnig erindi á fundinum.
Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, hélt einnig er­indi á fund­in­um.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK