Íslandsbanki vísar ásökunum á bug

mbl.is/Ómar

Íslands­banki hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna viðtals sem birt­ist í ViðskiptaMogg­an­um í dag þar sem fjallað er um mál­efni Skelj­ungs og Íslands­banka. Bank­inn vís­ar því á bug að hann hafi vís­vit­andi reynt að fara á svig við lög um fjár­mála­fyr­ir­tæki og sam­keppn­is­regl­ur.

Yf­ir­lýs­ing­in er svohljóðandi:

„Íslands­banki vís­ar á bug ásök­un­um sem fram koma í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins í dag um mál­efni Skelj­ungs, þar sem gefið er í skyn að bank­inn hafi vís­vit­andi reynt að fara á svig við lög um fjár­mála­fyr­ir­tæki og sam­keppn­is­regl­ur. Um­fjöll­un­in er ein­hliða og ekki var leitað eft­ir viðbrögðum Íslands­banka við vinnslu frétt­ar­inn­ar. 

Fjár­hags­leg end­ur­skipu­lagn­ing fyr­ir­tækja var eitt af meg­in verk­efn­um Íslands­banka í kjöl­far efna­hags­hruns­ins. Í þeirri vinnu var það stefna Íslands­banka að leysa ekki til sín eign­ar­hluti í fé­lög­um,ef hjá því væri kom­ist, held­ur vinna að lausn­um í sam­ráði við eig­end­ur eða selja þau í opnu sölu­ferli.  Ein af for­send­um slíks sam­starfs var að traust ríkti til viðkom­andi eig­enda. 

Í þessu verk­efni, eins og öðrum, var unnið sam­kvæmt innri regl­um bank­ans sem miða að því að upp­fylla sam­keppn­is­lög og önn­ur lög sem um starf­semi bank­ans gilda. Íslands­banki hef­ur í slíkri vinnu einnig lagt áherslu á að halda eft­ir­litsaðilum vel upp­lýst­um og var bank­inn í sam­skipt­um við Sam­keppnis­eft­ir­litið vegna þessa máls og hélt því upp­lýstu á öll­um stig­um þess. 

Í um­fjöll­unni í Morg­un­blaðinu er ít­rekað reynt að gera starfs­menn bank­ans og vinnu­brögð þeirra tor­tryggi­leg með dylgj­um og ósann­ind­um í þeirra garð.  Íslands­banki get­ur hins­veg­ar ekki, lög­um sam­kvæmt,  tjáð sig um ein­staka viðskipti né sam­skipti bank­ans við ein­staka viðskipta­menn nema með samþykki þeirra.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK