42% bera mikið traust til FME

mbl.is/Ómar

Tæplega helmingur þeirra eftirlitsskyldu aðila sem tóku þátt í viðhorfskönnun Fjármálaefirlitsins (FME) ber annað hvort mjög eða frekar mikið traust til FME. Sé þeim sem eru hlutlausir bætt við verður hlutfallið tæplega 79%.

Þetta kemur fram í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins sem kom út í vikunni.

FME efndi til viðhorfskönnunar meðal eftirlitsskyldra aðila í lok ársins 2013. Markmiðið með könnuninni var að kanna viðhorf þessa mikilvæga hóps til stofnunarinnar og traust hans á henni. Könnunin var nafnlaus en endar voru spurningar til 106 eftirlitsskyldra aðila og svöruðu 185 einstaklingar henni.

Svarendur voru meðal annars úr hópi forstjóra, bankastjóra og annarra sem gegndu sambærilegum störfum. Meðal svarenda voru einnig framkvæmdastjórar, regluverðir, starfsmenn í áhættustýringu, sérstakir tengiliðir og aðrir starfsmenn.

Þegar spurt var hversu vel eða illa þátttakendur töldu að Fjármálaeftirlitið stæðist þær kröfur sem gerðar væru til opinbers eftirlits, þá svöruðu 38,6% því að þeir teldu eftirlitið standast þær mjög eða frekar vel. Með því að bæta þeim sem voru hlutlausir við verður hlutfallið 77%.

Nokkur almenn ánægja var með vef FME. Þannig voru 55,7% mjög eða frekar ánægð með vefinn og með því að bæta þeim við sem voru hlutlausir verður hlutfallið 85,4%, að því er fram kemur í ársskýrslunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK