Framkvæmdir á Bakka hefjist í ágúst

Bakki, skammt frá Húsavík.
Bakki, skammt frá Húsavík. mbl.is/Hafþór

Vonast er til að framkvæmdir geti hafist við byggingu kísilverksmiðju á Bakka skammt frá Húsavík á haustdögum, jafnvel í ágústmánuði, að sögn Bergs Elíasar Ágústssonar, sveitarstjóra Norðurþings. „Allt gengur samkvæmt áætlun og er markmiðið að framkvæmdir hefjist í ágúst,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Það er alþjóðlega fyrirtækið PCC Bakki Silicon hf. sem hyggst reisa kísilverksmiðjuna. Gert er ráð fyr­ir því að verk­smiðjan hefji starf­semi snemma á ár­inu 2017 og muni fram­leiða allt að 36 þúsund tonn af kís­il­málmi. Þá muni hún nota 58 MW af afli sem unnið verður með endurnýjanlegum hætti í jarðvarma- og vatns­afls­virkj­un­um.

Verksmiðjan á Bakka er fjórða kísilverksmiðjan sem fyrirhugað er að rísi hér á landi á næstu tveimur til þremur árum. Eins og mbl.is hefur greint ítarlega frá er fyrirhugað að reisa tvö kísilver í Helguvík á Reykjanesi og eitt sólarkísilver á Grundartanga.

Á enn eftir að aflétta fyrirvörunum

Landsvirkjun undirritaði raforkusölusamning við PCC um miðjan marsmánuð síðastliðinn. Samningurinn var undirritaður með ákveðnum fyrirvörum sem þurfa að vera uppfylltir síðar á árinu, þar með talið um tilheyrandi leyfisveitingar og fjármögnun, auk samþykki stjórna beggja fyrirtækjanna. Bergur Elías segir að nú sé stefnt að því að aflétta þessum fyrirvörum. Sú vinna gangi vel.

Fyrr í marsmánuði hafði eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkt ríkisaðstoð til PCC. Ríkissjóður Íslands og sveitarfélagið Norðurþing munu veita PCC aðstoðina í formi beins fjárstyrks til lóðarframkvæmda, afslátta á tekjuskatti, fasteignaskatti og hafnargjöldum og í niðurfellingu ýmissa skatta og gjalda til allt að tíu ára.

Skapar hundruði starfa

Eins og áður sagði er áætluð framleiðslugeta kísilversins 32 þúsund tonn af kísilmálmi á ári. En hins vegar er sá möguleiki til staðar að stækka það upp í 64 þúsund tonna árlega framleiðslu. Gert er ráð fyrir að kísilverið skapi um 125 störf til framtíðar á þessu svæði, auðvitað að ótöldum þeim afleiddu störfum sem verða til vegna kaupa á til að mynda þjónustu og orku.

Auk lóðar á Bakka undir sjálfa verksmiðjuna hefur Norðurþing jafnframt úthlutað PCC lóð undir vinnubúðir fyrir allt af fjögur hundruð manns

Bergur Elías segir að þetta sé búin að vera löng og ströng barátta um nokkurt skeið. „Við munum fagna því, svo sannarlega, þegar framkvæmdir fara á fullt,“ segir hann og bætir við að áhrifa verksmiðjunnar muni gæta víða um landshlutann. Verkefnið hafi verulega mikla þýðingu fyrir samfélagið á þessu viðkvæma landsvæði.

Frétt mbl.is: Tímamót í þremur kísilverkefnum

Yfirlit af skipulagi á lóð PCC á Bakka við Húsavík, …
Yfirlit af skipulagi á lóð PCC á Bakka við Húsavík, samkvæmt frummatsskýrslu. Lóðin er 22 hektarar að stærð.
Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings.
Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK