Mikill verðmunur til New York

Boeing 757-200 þota Delta Air Lines.
Boeing 757-200 þota Delta Air Lines.

Delta Air Lines hefja dag­legt flug til og frá Íslandi til New York á næstu dög­um og ljóst er að þetta mun hleypa lífi í sam­keppn­ina á flugi vest­ur um haf. Sam­kvæmt stuttri könn­un mbl.is get­ur munað allt að helm­ingi á því verði sem Icelanda­ir býður og það sem kost­ar að fljúga með Delta. 

Fyrr í dag sagði mbl.is frá því að Delta hyggðist fjölga ferðum sín­um yfir sum­ar­tím­ann til Íslands, en í vik­unni hefst dag­legt flug frá JFK flug­vell­in­um í New York til Kefla­vík­ur. Mbl.is at­hugaði hvað helg­ar­ferð til New York kostaði með báðum flug­fé­lög­um og at­hugaði helg­ina 20-22. júní.

Í heild kost­ar flug fram og til baka hjá Icelanda­ir 153.360 krón­ur á þess­um dag­setn­ing­um, en hjá Delta kost­ar sama flug 81.250 krón­ur. Hjá báðum fé­lög­um er innifal­in ein taska, en ekki var gerður sam­an­b­urður á frek­ari þjón­ustuliðum í þess­ari könn­un.

Þegar horft var lengra fram í tím­ann og helg­ar­ferðir í júlí og ág­úst voru skoðaðar var verðið aft­ur á móti orðið mjög svipað, eða í kring­um 90 þúsund krón­ur hjá hvor­um aðila og jafn­vel hærra hjá Delta um miðjan ág­úst með allt upp í 119 þúsund fyr­ir ferð fram og til baka. Það borg­ar sig því vænt­an­lega fyr­ir neyt­end­ur að skoða vel þau verð sem í boði eru og hvenær fljúga á út.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK