Embætti seðlabankastjóra auglýst

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Eggert

Fjár­mála- og efna­hags­ráðherra hef­ur aug­lýst embætti banka­stjóra Seðlabanka Íslands laust til um­sókn­ar. Már Guðmunds­son hef­ur þó lýst því yfir að hann sé til­bú­inn að starfa áfram.

Aug­lýs­ing­in er birt í Lög­birt­inga­blaðinu og á starfa­torgi, en jafn­framt verður hún birt í dag­blöðum. Um­sókn­ar­frest­ur er til föstu­dags­ins 27. júní 2014.

Ekki van­traust á Má

Seðlabanka­stjóri er skipaður til 5 ára í senn og er aðeins hægt að skipa sama mann­inn tvisvar. Má var til­kynnt um það í fe­brú­ar að embættið yrði aug­lýst sér­stak­lega laust til um­sókn­ar að 5 ára starfs­tíma hans liðnum.

Már sendi í kjöl­farið bréf til sam­starfs­fólks síns í bank­an­um þar sem hann út­skýrði að í þessu fæl­ist ekki van­traust á hann sem seðlabanka­stjóra. Þá lýsti hann því jafn­framt yfir að hann væri til­bú­inn að hefja nýtt tíma­bil sem seðlabanka­stjóri.

Um svipað leyti var stofnaður starfs­hóp­ur sem vinn­ur að því að leggja mat á æski­leg­ar breyt­ing­ar, vegna end­ur­skoðun­ara laga um seðlabank­ann. Hóp­ur­inn hef­ur það ða mark­miði að treysta trú­verðug­leika og sjálf­stæði bank­ans og traust á ís­lensk­um efna­hags­mál­um.

Krafa um hæfni í mann­leg­um sam­skipt­um

Í aug­lýs­ing­unni kem­ur eft­ir­far­andi fram um starfs­lýs­ingu og kröf­ur til um­sækj­enda:

Seðlabanka­stjóri stýr­ir Seðlabanka Íslands og ber ábyrgð á rekstri hans og fer með ákvörðun­ar­vald í öll­um mál­efn­um hans sem ekki eru fal­in öðrum sam­kvæmt lög­um um Seðlabanka Íslands.

Um­sækj­end­ur skulu hafa lokið há­skóla­prófi í hag­fræði eða tengd­um grein­um og búa yfir víðtækri reynslu og þekk­ingu á fjár­mála­starf­semi og efna­hags- og pen­inga­mál­um. Gerð er krafa um stjórn­un­ar­hæfi­leika og hæfni í mann­leg­um sam­skipt­um.

Sjá einnig: Starf seðlabanka­stjóra verður aug­lýst

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK