Embætti seðlabankastjóra auglýst

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Eggert

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur auglýst embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands laust til umsóknar. Már Guðmundsson hefur þó lýst því yfir að hann sé tilbúinn að starfa áfram.

Auglýsingin er birt í Lögbirtingablaðinu og á starfatorgi, en jafnframt verður hún birt í dagblöðum. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 27. júní 2014.

Ekki vantraust á Má

Seðlabankastjóri er skipaður til 5 ára í senn og er aðeins hægt að skipa sama manninn tvisvar. Má var tilkynnt um það í febrúar að embættið yrði auglýst sérstaklega laust til umsóknar að 5 ára starfstíma hans liðnum.

Már sendi í kjölfarið bréf til samstarfsfólks síns í bankanum þar sem hann útskýrði að í þessu fælist ekki vantraust á hann sem seðlabankastjóra. Þá lýsti hann því jafnframt yfir að hann væri tilbúinn að hefja nýtt tímabil sem seðlabankastjóri.

Um svipað leyti var stofnaður starfshópur sem vinnur að því að leggja mat á æskilegar breytingar, vegna endurskoðunara laga um seðlabankann. Hópurinn hefur það ða markmiði að treysta trúverðugleika og sjálfstæði bankans og traust á íslenskum efnahagsmálum.

Krafa um hæfni í mannlegum samskiptum

Í auglýsingunni kemur eftirfarandi fram um starfslýsingu og kröfur til umsækjenda:

Seðlabankastjóri stýrir Seðlabanka Íslands og ber ábyrgð á rekstri hans og fer með ákvörðunarvald í öllum málefnum hans sem ekki eru falin öðrum samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands.

Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum. Gerð er krafa um stjórnunarhæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum.

Sjá einnig: Starf seðlabankastjóra verður auglýst

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK