Viðskiptajöfnuður mældist óhagstæður um 12,1 milljarð kr. á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 11,2 milljarða hagstæðan jöfnuð fjórðunginn á undan. Afgangur á vöruskiptum við útlönd nam 9,3 milljörðum en þjónustujöfnuður var jákvæður um 800 milljónir.
Þetta kemur fram á vef Seðlabanka Íslands.
Jöfnuður þáttatekna mældist neikvæður um 22,2 milljarða. Viðskiptajöfnuður án áhrifa innlánsstofnana í slitameðferð var óhagstæður um 3,5 milljarða samanborið við hagstæðan um 20,1 milljarð fjórðunginn á undan.
Halli á þáttatekjum er eins og áður að miklu leyti vegna innlánsstofnana í slitameðferð. Reiknuð gjöld vegna þeirra námu 14,5 milljarða og tekjur um 6 milljarða Neikvæð áhrif innlánsstofnana í slitameðferð á þáttatekjujöfnuð nema 8,5 milljarða. Jöfnuður þáttatekna
án áhrifa þeirra er því óhagstæður um 13,7 milljarða.
Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.638 milljörðum í lok ársfjórðungsins en skuldir 12.101 milljaður. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 7.462 milljarða og nettóskuldir lækka um 145 milljarða á milli ársfjórðunga.
Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð námu eignir þjóðarbúsins 2.721 milljarði og skuldir 2.915 milljörðum. Hrein staða var því neikvæð um 194 milljarða og nettóskuldir lækka um 18 milljarða á milli ársfjórðunga