Íslensku bankarnir vel fjármagnaðir

Stóru viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki.
Stóru viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki. Samsett mynd/Eggert

Håkon Reistad Fure, fjármálagreinandi hjá norska DNB bankanum, segir að íslensku bankarnir séu nú orðnir þeir best fjármögnuðu í Evrópu. Mikill viðsnúningur hafi átt sér stað, bæði hvað varðar stöðu bankanna og íslenska hagkerfisins, og horfurnar séu, þegar allt kemur til alls, bjartar.

Fure hélt erindi á morgunverðarfundi Norsk-íslenska viðskiptaráðsins á Hilton Nordica Hótel í morgun. Auk viðskiptaráðsins var fundurinn á vegum Íslandsbanka og DNB bank.

Fure, sem er einn þekktasti greinandi á fjármálamarkaði í Noregi, hefur að undanförnu greint stöðu mála á Íslandi ásamt samstarfsfólki sínu hjá greiningardeild bankans og greindi hann frá niðurstöðum sínum á fundinum.

Hann benti á að atvinnuleysi hér á landi væri nú lægra en víðast hvar í Evrópu og hagvöxtur hærri. Íslenska hagkerfið hefði tekið geysimiklum framförum eftir hrun bankanna haustið 2008 og sem dæmi hefði skuldastaða, bæði heimila og fyrirtækja, lækkað mjög og væri nú að verða áþekk því sem gerðist í hinum Norðurlöndunum.

Gæði eigna bankanna stórbatnað

Fure fjallaði einnig um ýmsa þætti og mælikvarða sem miklu máli skipta í rekstri banka. Í nær öllum tilvikum komu íslensku bankarnir vel út, þó að auðvitað mætti alltaf gera betur. Hann nefndi meðal annars að gæði eigna bankanna væri orðið mun betra en áður hefur þekkst frá hruni. Svokölluðum vandræðalánum hefði til að mynda fækkað verulega og að nú væru gæðin að verða svipuð og í Noregi og Svíþjóð.

„Íslensku bankageirann er nú í sterkri stöðu til að styðja við hagvöxt,“ benti Fure jafnframt á. Áhugi erlendra aðila á að fjárfesta hér á land hefði einnig aukist vegna bættrar stöðu bankanna og hagkerfisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK