Kínverjar eru nú komnir í annað sæti yfir flesta milljónamæringa heims, á eftir Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum tímaritsins Time voru rúmlega 2,3 milljónir milljónamæringa í Kína árið 2013 á meðan þeir eru rúmlega 7,1 milljón talsins í Bandaríkjunum. Næst á eftir Kínverjum eru Japanir, en þar í landi eru um 1,2 milljónir milljónamæringa.
Time vitnar í skýrslu Boston Consulting Group um fjárhagsstöðu heimsins sem kom nýlega út. Í skýrslunni er miðað við bandaríska dollarinn.
Milljónamæringum í Kína hefur fjölgað mikið í Kína á undanförnum árum. Til að mynda jókst fjöldi þeirra um 82% á árinu 2012. Á sama ári jókst fjöldi milljónamæringa í Bandaríkjunum um aðeins 18%.
Ef áfram heldur sem horfir mun austur og suðaustur Asía taka fram úr vestur Evrópu og ná þá öðru sætinu yfir ríkustu heimsálfuna árið 2014, en Norður Ameríka stendur þar í fyrsta sæti.