Hlutabréf Lufthansa hríðfalla

AFP

Hlutabréf þýska flugfélagsins Lufthansa hríðféllu í verði eftir að stjórnendur félagsins tilkynntu í morgun að þeir myndu ekki ná markmiðum sínum í rekstri næstu tvö árin. 

Stjórnendurnir kenna aukinni samkeppni frá öðrum keppinautum um tekjumissirinn en þeir sögðust hafa neyðst til að lækka verð á helstu leiðum félagsins í Evrópu og Bandaríkjunum.

Þá olli þriggja daga verkfall flugmanna Lufthansa um sextíu milljóna evra tekjutapi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins.

Í tilkynningu frá félaginu kom fram að áætlað væri að rekstrarhagnaður þessa árs yrði um það bil einn milljarður evra. Áður hafði verið gert ráð fyrir hagnaði upp á 1,3 til 1,5 milljarða evra.

Í tilkynningunni sagði jafnframt að gjaldeyrishöft í Venesúela hefðu orðið til þess að tekjur félagsins drógust saman um sextíu milljónir evra, en félaginu, sem og mörgum öðrum flugfélögum, hefur gengið erfiðlega að hala inn tekjur þar í landi vegna haftanna.

Um tíma féllu hlutabréfin um ellefu prósent í verði en við lokun markaða höfðu þau lækkað um 7,5%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK