Már sækir aftur um

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Már Guðmunds­son seðlabanka­stjóri ætl­ar að sækja um embættið aft­ur, en það var aug­lýst laust til um­sókn­ar í byrj­un júní. Már greindi frá þessu í viðtali við Björn Inga Hrafns­son í sjón­varpsþætt­in­um Eyj­unni.

Seðlabanka­stjóri er skipaður til fimm ára í senn og er aðeins hægt að skipa sama mann­inn tvisvar. Má var til­kynnt í fe­brú­ar að embættið yrði aug­lýst sér­stak­lega laust til um­sókn­ar að fimm ára starfs­tíma hans liðnum.

Már sendi í kjöl­farið bréf til sam­starfs­fólks síns í bank­an­um þar sem hann út­skýrði að í þessu fæl­ist ekki van­traust á hann sem seðlabanka­stjóra. Þá lýsti hann því jafn­framt yfir að hann væri til­bú­inn að hefja nýtt tíma­bil sem seðlabanka­stjóri.

Í Eyj­unni í dag sagði Már að auðvitað hefi gengið á ýmsu síðan en hann væri bú­inn að velta mál­inu tölu­vert mikið fyr­ir sér og sæi það þannig að Seðlabank­inn væri nú eins og stadd­ur í miðri á þar sem ekki væri sniðugt að stökkva af hest­in­um.

„Síðan er líka það að við erum að fara í gegn­um flókið tíma­bil og ég hef mjög mik­il alþjóðleg tengsl frá fyrri tíð og hef byggt þau upp í gegn­um tíðina. Þannig að þegar allt er skoðað er það mín niðurstaða að sækja um og tel í raun að ég hafi ekki getað tekið aðra ákvörðun, því það væri eins og að hlaupa frá borði,“ sagði Már.

Hann bætti þó við að hins veg­ar væri það síðan annarra að taka end­an­lega ákvörðun um hvort hann héldi áfram.

Már til­bú­inn að gegna starf­inu áfram

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK