Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfi Argentínu í dag með þeim rökstuðningi að meiri líkur væru á því að landið lenti í greiðsluþroti en áður í kjölfar þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti greiðsluskyldu þess fyrr í vikunni gagnvart ákveðnum lánveitendum.
S&P lækkaði lánshæfi Argentínu um tvö stig, úr CCC+ í CCC- með neikvæðum horfum varðandi skuldastöðu landsins. Þá kom fram í rökstuðningi fyrirtækisins að frekari lækkanir gætu verið framundan.