Lækkar lánshæfismat Argentínu

AFP

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfi Argentínu í dag með þeim rökstuðningi að meiri líkur væru á því að landið lenti í greiðsluþroti en áður í kjölfar þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti greiðsluskyldu þess fyrr í vikunni gagnvart ákveðnum lánveitendum.

S&P lækkaði lánshæfi Argentínu um tvö stig, úr CCC+ í CCC- með neikvæðum horfum varðandi skuldastöðu landsins. Þá kom fram í rökstuðningi fyrirtækisins að frekari lækkanir gætu verið framundan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK