Getur orðið skilaskyldur

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ernir

Ein­stak­ling­um sem eiga sparnað hjá er­lend­um trygg­inga­fé­lög­um ber ekki skylda til að skila hon­um og fá í staðinn krón­ur, eft­ir að Seðlabank­inn stöðvaði slíka söfn­un sparnaðar.

Rætt var við viðskipta­vin Friends Provi­dent á Íslandi sem hef­ur í 10 ár greitt inn á er­lend­an reikn­ing sem er í pund­um. Fyr­ir­tækið Trygg­ing­ar & ráðgjöf hef­ur milli­göngu um viðskipt­in. Reikn­ing­ur­inn er óbund­inn.

Sér­fræðing­ur hjá gjald­eyris­eft­ir­liti Seðlabank­ans sagði að um­rædd­um viðskipta­vini bæri ekki skylda til að skila pund­un­um og fá í staðinn krón­ur á ís­lensk­um spari­reikn­ingi.

Viðkom­andi geti haldið sparnaði áfram svo lengi sem upp­haf­leg­ur samn­ing­ur sé í gildi, enda hafi inn­borg­an­ir haf­ist fyr­ir setn­ingu hafta.

Veitt­ur verður fjög­urra mánaða aðlög­un­ar­tími fyr­ir þjón­ustu­fyr­ir­tæki og viðskipta­vini þeirra til þess að laga greiðslur að fyr­ir­komu­lagi sem sam­ræm­ist lög­um um gjald­eyr­is­mál. Taki ein­stak­ling­ur ákvörðun um að segja upp reikn­ingn­um og taka út sparnaðinn verði fjár­mun­irn­ir hins veg­ar skila­skyld­ir. Það þýðir að milli­færa þarf hina er­lendu upp­hæð á gjald­eyr­is­reikn­ing á Íslandi.

Regl­um breytt

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK