Starbucks býður starfsmönnum í háskóla

Starbucks.
Starbucks. AFP

Hvernig væri að læra að blanda fal­leg­an cappucc­ino og um leið fá gráðu í lög­fræði?

Banda­ríska kaffi­húsa­keðjan Star­bucks til­kynnti á dög­un­um áhuga­verða viðbót við fríðindapakka starfs­manna. Frá og með mánu­deg­in­um stend­ur þeim til boða að fá ókeyp­is há­skóla­mennt­un á kostnað vinnu­veit­and­ans.

Er um að ræða sam­starfs­verk­efni Star­bucks og Arizona State Uni­versity (ASU) og fel­ur það í sér að all­ir þeir sem eru í a.m.k. hálfu starfi á kaffi­hús­um Star­bucks í Banda­ríkj­un­um, sam­tals um 135.000 manns, geta end­ur­gjalds­laust eða end­ur­gjalds­lítið stundað fjar­nám við há­skól­ann, háð því að þeir upp­fylli inn­töku­skil­yrði ASU.

Í til­kynn­ingu frá Star­bucks kem­ur fram að 70% starfs­manna keðjunn­ar séu í námi eða á leiðinni í nám.

Breyti­leg­ur styrk­ur

Banda­rísk­ar bachel­or-gráður taka fjög­ur ár. Fyrstu tvö ár náms­ins greiðir Star­bucks hluta kostnaðar­ins og veit­ir að auki fjár­hagsaðstoð sem tek­ur mið af aðstæðum starfs­manns­ins. Seinni tvö árin náms­ins greiðir Star­bucks skóla­gjöld­in að fullu.

Fá all­ir starfs­menn sem þiggja styrk­inn per­sónu­lega aðstoð frá náms­ráðgjafa og fjár­málaráðgjafa og aðstoð við um­sókn­ar­ferlið.

Ekk­ert skuld­bind­ur starfs­menn­ina til að vinna áfram hjá Star­bucks þegar nám­inu er lokið.

Wall Street Journal seg­ir þetta út­spil kaffiris­ans m.a. til þess gert að draga úr starfs­manna­veltu og lækka þannig ráðning­ar- og þjálf­un­ar­kostnað. ASU reikn­ar með að verk­efnið laði á bil­inu 15-20.000 nýja fjar­nema til skól­ans. Árleg skóla­gjöld í fjar­námi ASU eru á bil­inu 3.000 til 10.000 dal­ir á ári, eft­ir náms­braut og náms­hraða.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka