Hagnaður Haga 939 milljónir

Rekstur Haga er samkvæmt áætlun, segir í tilkynningu.
Rekstur Haga er samkvæmt áætlun, segir í tilkynningu. mbl.is/Eggert

Hagnaður verslunarfyrirtækisins Haga á tímabilinu 1. mars til 31. maí nam 939 milljónum króna, sem jafnhildir 5,0% af veltu, en hagnaðurinn var 837 milljónir á sama tímabili í fyrra.

Vörusala félagsins á tímabilinu nam 18.885 milljónum króna, samanborið við 18.379 milljón króna árið áður. Söluaukning félagsins er 2,75%. Framlegð félagsins var 4.574 milljónir króna, samanborið við 4.447 milljónir króna árið áður, eða 24,2%. Það er sama framlegðarhlutfall og árið áður. Rekstrarkostnaður í heild hækkar um 54 milljónir króna eða 1,7% milli ára, en kostnaðarhlutfallið lækkar úr 17,1% í 16,9%.

Þá nam afkoma Haga fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) 1.405 milljónum króna, samanborið við 1.336 milljónir króna árið áður. EBITDA framlegð var 7,4%, en 7,3% árið áður.

Eigið fé félagsins nam 13.037 milljónum króna í lok tímabilsins. og var eiginfjárhlutfall 48,7%.

Rekstur á fyrsta fjórðungi rekstrarársins 2014/15 er á áætlun og svipaður og á sama tímabili í fyrra. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir sambærilegum horfum í rekstri og á nýliðnu rekstrarári eins og kom fram í tilkynningu félagsins með síðasta ársuppgjöri.

Lokahönd lögð á nýtt vöruhús

Í tilkynningunni kemur fram að verið sé að leggja lokahönd á hönnun nýs vöruhúss fyrir Banana. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á haustmánuðum og að Bananar flytji starfsemi sína haustið 2015. Stór hluti fjárfestingarinnar við nýtt vöruhús fellur til á núverandi rekstrarári. 

„Ákvarðanir um aðrar nýfjárfestingar hafa ekki verið teknar, en áhersla er lögð á fjárfestingu í rekstrarfjármunum núverandi verslana og vöruhúsa með það að markmiði að bæta þjónustu við viðskiptavini og að auka samkeppnishæfni félagsins. Auk þess er félagið að skoða nýjar staðsetningar fyrir verslanir og unnið er að endurskoðun leigusamninga,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir einnig að undanfarin misseri hafi nýir aðilar komið inn á markaði félagsins. Gera megi ráð fyrir aukinni samkeppni á dagvörumarkaði og sérvörumarkaði á næstu misserum.  Félagið hafi lagt áherslu á verkefni sem ætlað er að styrkja stöðu félagsins til lengri tíma og bæta vöruframboð þar sem tekið er tillit til óska viðskiptavina og breyttra aðstæðna á markaði. 

Finnur Árnason, forstjóri Haga.
Finnur Árnason, forstjóri Haga.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK