Ný tilskipun rædd í byrjun ágúst

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. Kristinn Ingvarsson

Tilskipun Evrópusambandsins um að hækka beri innistæðutryggingar úr rúmlega 20.000 evrum í 100.000 evrur, sem samþykkt var nýlega, var rædd á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í gær, en Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, óskaði þess að málið yrði rætt þar, í ljósi þess að til stendur að þessi tilskipun verði tekin upp í EES-samninginn. Var samþykkt að málið yrði tekið upp á ný í byrjun ágúst þegar sérfræðingar fjármálaráðuneytis gætu farið yfir þessi mál með nefndinni, en þeir eru nú í sumarleyfi.

Guðlaugur Þór segir að væri þessi tilskipun Evrópusambandsins leidd í lög hér á landi myndi það þýða að engin leið væri fyrir íslenska ríkið að standa við skuldbindingar tryggingarsjóðs, færi svo að einn bankinn kæmist í þrot. 

„Ég fæ ekki séð hvernig við gætum lifað með þessu,“ segir Guðlaugur Þór. Þar kæmi til að erfiðara yrði að fara hina svonefndu „íslensku leið“, og láta tryggingarsjóð fá forgangskröfur, þar sem þeir sem fjármagna banka væru nú varari um sig og hefðu sérvarin skuldabréf með veðum, svo að þeir myndu ekki lenda í svipuðum sporum og kröfuhafar gerðu eftir hrunið 2008. Hitt atriðið sem stæði í veginum væri það að í tilskipuninni væri nú tryggt að ríkisábyrgð yrði á innistæðunum, þannig að ríkið yrði að tryggja fjármögnun tryggingarsjóðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka