Frakkar setja lög til höfuðs Amazon

Mynd/AFP

Frakkar hafa sett ný lög sem eiga að miða að því að hjálpa litlum bókabúðum í samkeppninni gegn vefbókasölum á borð við Amazon.com. Lögin voru samþykkt á þinginu á fimmtudaginn. Gera þau meðal annars bókabúðum óheimilt að bjóða upp á ókeypis heimsendingu á bókum sem seldar eru með afslætti líkt og Amazon.com hefur boðið upp á.  

Lögin sem sett voru eru viðbót við hin svokölluðu Lange-lög frá árinu 1982. Með þeim lögum var lágmarksverð á bókum lögfest til þess að hjálpa litlum bóksölum. 

Önnur ríki í Evrópu hafa einnig sett svipuð lög til þess að vernda innlenda markaðsaðila, meðal annars Ítalía, Portúgal, Spánn og Þýskaland. 

Áður hafa Frakkar sett lög til þess að vernda innlenda sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu gegn samkeppni frá Netflix

Sjá frétt Salon.com

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK