Atvinnuleysi mældist 11,6% á evrusvæðinu í maí og fækkaði atvinnulausum um 28 þúsund í mánuðinum. Atvinnuleysið er mest í Grikklandi og á Spáni. Í apríl mældist atvinnuleysið 11,7%.
Alls voru 18,552 milljónir íbúa þeirra átján ríkja sem mynda evru-svæðið án atvinnu sem eru 636 þúsund færri en fyrir ári síðan, samkvæmt upplýsingum frá Eurostat.
Atvinnuleysi meðal ungs fólks minnkaði í maí um 0,2% en alls eru 3,356 milljónir ungmenna án atvinnu í maí en það eru 205 þúsund færri en fyrir ári síðan.
Í þeim 28 ríkjum sem eru innan Evrópusambandsins eru 25,18 milljónir án atvinnu sem svarar til 10,3%. Þetta er 0,1% fækkun milli mánaða.
Í Grikklandi mælist atvinnuleysið 26,8% og 25,1% á Spáni. Í Portúgal hefur atvinnulausum fækkað umtalsvert á einu ári. Þar fór atvinnuleysið úr 16,9% í 14,3%. Eins hefur dregið úr atvinnuleysi á Írlandi, fer úr 13,9% í 12%.