Fríverslunarsamningur við Kína, sem tók gildi í dag, mun hafa margvísleg áhrif á viðskipti milli landanna, en fyrir útflutning Íslendinga skiptir mestu máli að fallið verði frá tollum á sjávarafurðir. Fyrir neytendur á Íslandi verða einnig einhverjar breytingar, en tollar á fjölda vöruflokka féllu niður. Meðal þeirra eru tollar á fatnað, leikföng, skó, snyrtivörur og raftæki.
Mbl.is kíkti á nokkra vöruflokka og bar saman tollur á þá fyrir og eftir að samningurinn tók gildi. Hafa ber í huga að þetta eru algengar breytingar í hverjum vöruflokki, en tollkerfið er viðamikið og flókið og því geta ákveðnar vörur dottið út fyrir þessa flokkun vegna eðlis þeirra eða gerðar.
Hægt er að sjá lista úr viðauka 1 í samningi ríkjanna hér, en í flokkum sem merktir eru með bókstafnum A voru tollar felldir niður í dag.
Frétt mbl.is: Fríverslunarsamningur við Kína tekur gildi