Síminn gagnrýnir framsetningu Hringdu

Síminn segir fullyrðingar Hringdu rangar.
Síminn segir fullyrðingar Hringdu rangar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Síminn gagnrýnir fullyrðingar fjarskiptafyrirtækisins Hringdu, en fyrr í dag gaf Hringdu það út að það hyggist bjóða upp á ótakmarkað gagnamagn á ADSL tengingum sínum og síðar meir á ljósneti og ljósleiðara. Síminn segir að þvert á fullyrðingar Hringdu sé sú breyting Símans að rukka fyrir allt gagnamagn, en hækka það magn sem er innifalið í þjónustuleiðum, sanngjörn og auki gegnsæi á markaði sem sé viðskiptavinum í hag.

Segir í tilkynningu frá Símanum að fyrirhuguð breyting fyrirtækisins henti 98% af viðskiptavinum þess og að stór hluti geti lækkað reikninga sína með að fara í hagstæðari þjónustuleið. „Þau ca. tvö prósent viðskiptavina sem gætu fundið aukningu eftir breytinguna eru ofur-notendur sem  standa undir 25% allrar notkunar á neti Símans. Einn slíkur viðskiptavinur getur verið með gagnanotkun á við nokkur þúsund heimili,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK