Hvað með Aliexpress og Alibaba?

Íslenski og kín­verski fán­inn.
Íslenski og kín­verski fán­inn. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Fríverslunarsamningurinn milli Kína og Íslands, sem tók gildi í gær, hefur vakið uppi nokkrar spurningar um hvaða áhrif þetta hafi fyrir verslun einstaklinga og verslana í gegnum vefverslanirnar aliexpress.com og alibaba.com. Um er að ræða gífurlega mikinn innflutning, en Fréttablaðið greindi frá því að í október á síðasta ári hafi fjöldi pantana af síðunni til Íslands verið um 6500 talsins. Til viðbótar nýta margir verslunareigendur alibaba.com til að kaupa inn í meira magni.

Í samningnum kemur fram að upprunavottorð þurfi fyrir allan innflutning sem eigi að fá að koma tollfrjálst inn í landið frá Kína. Þá þarf að senda vörurnar beint hingað til lands, án þess að þær séu tollafgreiddar í öðru landi.

Aftur á móti er undanþága í samningnum sem heimilar að vörusendingar sem er undir 600 Bandaríkjadölum þurfi ekki að koma með upprunavottorði. Undanþáguna má lesa hér:

„Undanþága frá upprunavottorði eða upprunayfirlýsingu. 

1. Samningsaðili getur, í þeim tilgangi að veita fríðindameðferð samkvæmt þessum
kafla, fallið frá kröfum um að sýna upprunavottorð eða upprunayfirlýsingu og veitt
fríðindameðferð:
a) vörusendingu upprunavara sem fara ekki yfir 600 bandaríkjadali að verðgildi
eða samsvarandi fjárhæð í gjaldmiðli samningsaðila, eða
b) annarra upprunavara eins og kveðið er á um í landslögum hans.
2. Þeim undanþágum sem kveðið er á um í 1. mgr. skal ekki beita þegar leitt er í ljós
af hálfu tollyfirvalda samningsaðilans sem flytur inn, að innflutningurinn sé liður í
raðtengdum innflutningi sem hægt er með rökum að telja að sé framkvæmdur eða
skipulagður í þeim tilgangi að komast hjá því að leggja fram upprunavottorð eða
upprunayfirlýsingu.“

Almennir neytendur sem panta fyrir minna en 600 dali, eða um 70 þúsund íslenskar krónur, þurfa því lítið að velta þessu fyrir sér, en þeir sem kaupa dýrari vörur eða eru að flytja inn reglulega, t.d. verslanir, þurfa að passa að seljandinn láti upprunavottorð fylgja með til þess að tollurinn sé felldur niður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK