Fjórir stærstu virkir hluthafar

Lögum samkvæmt eiga allir á vinnumarkaði að greiða í lífeyrissjóð …
Lögum samkvæmt eiga allir á vinnumarkaði að greiða í lífeyrissjóð frá 16 til 70 ára aldurs. Þess vegna er talað um að lífeyrissjóðirnir séu í eigu landsmanna. mbl.is/Styrmir Kári

Fjórir stærstu lífeyrissjóðir landsins kjósa að vera virkir hluthafar í þeim félögum sem þeir eiga í.

Eftir hrun urðu lífeyrissjóðir umsvifamiklir á hlutabréfamarkaði og þá vaknar sú spurning hvort þeir eigi að beita sér, en fyrir hrun voru þeir oftast hlutlausir eigendur. Þá áttu þeir yfirleitt minni hluti í fyrirtækjum en nú og fyrirtækin voru stærri.

Í fréttaskýring um þetta mál í ViðskiptaMogganum í dag segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, að rétt fyrir síðustu áramót hafi hluthafastefnu sjóðsins verið breytt á þann veg að nú sé hann virkur hluthafi í stað þess að vera hlutlaus. „Í ljósi þess hve stór hluthafi lífeyrissjóðurinn er í sumum fyrirtækjum töldum við æskilegt að hann axlaði þá ábyrgð sem því fylgir,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK