Jákvæðir fyrir Costco við Korputorg

Forsvarsmenn Costco hafa áhuga á að opna verslun hér á …
Forsvarsmenn Costco hafa áhuga á að opna verslun hér á landi. Helst er rætt um Kauptún eða Korputorg.

Um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur tók já­kvætt í fyr­ir­spurn Costco um að byggja sjálfsaf­greiðslu fjöl­orku­stöð á lóðinni við Korpu­torg, en fyr­ir­tækið hef­ur sýnt áhuga á að opna versl­un annaðhvort á Korpu­torgi eða í Kaup­túni í Garðabæ.

Á fundi ráðsins í gær var ekki tek­in loka­ákvörðun um breyt­ingu á deili­skipu­lagi, held­ur var aðeins um fyr­ir­spurn frá fyr­ir­tæk­inu að ræða til að kanna hug ráðsins. Hjálm­ar Sveins­son, formaður skipu­lags­ráðs, seg­ir í sam­tali við mbl.is að nú sé það í hönd­um Costco hvort þeir ákveði að fara í vinnu við til­lögu um breytt deilu­skipu­lag á reitn­um, en það þyrfti svo að leggja fyr­ir ráðið.

Hjálm­ar seg­ir að svar ráðsins hafi verið já­kvætt á þessa hug­mynd, en að það væru nokk­ur atriði sem farið væri fram á. Meðal ann­ars þyrfti helm­ing­ur allra dæla að vera fyr­ir vist­væna orku.

Ef Costco ákveður að leggja fram beiðni um breytt deili­skipu­lag fer það í ákveðið ferli sem tek­ur alla­vega sex vik­ur. Í kjöl­farið þarf ráðið að fall­ast á breyt­ing­una og því er alla­vega um eins og hálfs eða tveggja mánaða ferli að ræða, gangi allt annað upp.

Hjálm­ar seg­ir að bolt­inn sé núna hjá Costco. „Það er í þeirra hönd­um hvort þeir velja Garðabæ eða Reykja­vík, en manni hef­ur skil­ist að þeir séu helst að kíkja eft­ir þeim stöðum,“ seg­ir Hjálm­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK